1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:
a. Í stað "vottuð af héraðsdýralækni" kemur: vottuð af dýralækni á þar til gerðu eyðublaði.
b. Í stað "vottorði héraðsdýralæknis" kemur: vottorði dýralæknis.
2. gr.
8. gr. reglugerðarinnar fellur niður og breytist númeraröð annarra greina í samræmi við það.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 11. júlí 2012.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Ása Þórhildur Þórðardóttir.