Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

457/2012

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 135/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2073/2005 um örverufræðilegar viðmiðanir fyrir matvæli, auk áorðinna breytinga.

1. gr.

Á eftir 3. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein sem verður 3. gr. a. svohljóðandi:

3. gr. a.

Aðgerðir vegna salmonellu í afurðum alifugla.

Þrátt fyrir ákvæði reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2073/2005 skal inn­kalla afurðir hafi salmonella greinst í sýnum sem tekin eru við slátrun eða í afurðum alifugla. Afurðum sem salmonella hefur greinst í skal fargað eða þær hitameðhöndlaðar, þannig að kjarnhiti nái 72°C, áður en afurðunum er dreift, samkvæmt fyrirmælum Matvælastofnunar.

2. gr.

Lagastoð.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 22. maí 2012.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica