Leita
Hreinsa Um leit

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

356/2012

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar.

1. gr.

Á eftir 41. tölulið 1. gr. kemur nýr töluliður (42.) svohljóðandi:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 189/2011 frá 25. febrúar 2011 um breytingu á VII. og IX. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19, frá 29. mars 2012, bls. 203.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli, lögum nr. 96/1997 um slátrun og sláturafurðir og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, og öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 23. apríl 2012.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica