1. gr.
Markmið og gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um heimildir eftirlitsaðila til að birta með opinberum hætti niðurstöður úr eftirliti með framleiðslu og dreifingu matvæla. Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að gagnsæi með því að birta með opinberum hætti niðurstöður sem fást úr slíku eftirliti. Með reglugerðinni er leitast við að vernda hagsmuni neytenda og gefa neytendum kost á upplýstu vali með tilliti til matvælanna sem þeir neyta.
2. gr.
Almennt um birtingu niðurstaðna úr eftirliti
með framleiðslu og dreifingu matvæla.
Eftirlitsaðila, skv. 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, er heimilt að birta niðurstöður úr almennu eftirliti með framleiðslu og dreifingu matvæla hjá matvælafyrirtækjum. Heimilt er að birta niðurstöður úr eftirliti í skýrslu og/eða á heimasíðu hlutaðeigandi eftirlitsaðila. Eftirlitsaðila er heimilt að flokka niðurstöður eftirlitsins eftir fyrirtækjum, vörum og/eða vöruflokkum.
3. gr.
Birting rannsóknaniðurstaðna og eftirlitsaðgerða í einstökum tilvikum.
Eftirlitsaðila er sömuleiðis heimilt að birta niðurstöður úr tilteknu eftirliti með framleiðslu og dreifingu matvælafyrirtækja á matvælum í eftirfarandi tilvikum:
Sé talin ástæða til birtingar á niðurstöðum skal birting fara fram á heimasíðu hlutaðeigandi eftirlitsaðila.
Matvælastofnun er heimilt að taka saman upplýsingar sem birtar eru skv. 2. og 3. gr. og birta á heimasíðu stofnunarinnar.
4. gr.
Kærur og frestun birtingar.
Stjórnsýslukæra aðila máls til ráðherra frestar ekki birtingu eftirlitsaðila.
5. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 28. gr. a. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 29. mars 2012.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Baldur P. Erlingsson.