Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

841/2011

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 111/2003 um efni og hluti úr plasti sem er ætlað að snerta matvæli. - Brottfallin

1. gr

Í viðauka 2, lista A er textalínu í 4. dálki við tilvísunarnúmerið 13480 sem er einliðan 2,2-bis(4-hydrophenyl) propane skipt út fyrir eftirfarandi:

Tilvísunar- númer

CAS-númer

Efnaheiti

Takmarkanir og/eða forskriftir

13480

000080-05-7

2,2-bis(4-hýdroxýfenýl)própan

SFM = 0,6 mg/kg
Notist ekki við framleiðslu pela úr polycarbonati fyrir ungbörn.* Markaðssetning slíkra pela er óheimil.

*Sjá skilgreiningu í reglugerð nr. 520/2009 um ungbarnablöndur og stoðblöndur.

2. gr

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt vegna matvæla í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a - 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum og til innleiðingar á tilskipun 2011/8/EB sem er breyting á tilskipun 2002/72/EB um efni og hluti úr plasti sem er ætlað að snerta matvæli, hvað varðar takmarkanir á notkun Bisfenól A í pelum fyrir ungbörn.

5. gr.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 30. ágúst 2011.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica