Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

949/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 700, 17. ágúst 2004, um rækjuveiðar innfjarða. - Brottfallin

1. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Miðað er við að veiðitímabil innfjarðarækju standi frá 1. október til 1. maí. Veiðarnar skulu stundaðar á tímabilinu frá kl. 09.00 - 18.00 og skal hver veiðiferð ekki taka meira en einn dag. Veiðar eru bannaðar á laugardögum og sunnudögum. Heimilt er með tilkynningu til leyfishafa að breyta upphafi og lokum vertíðar á tilgreindum veiðisvæðum innfjarðarækju, liggi fyrir umsögn um það frá Hafrannsóknastofnuninni.

2. gr.

1. máls. 1. mgr. 5. gr. orðist svo:

Skipstjóra er skylt að halda sérstaka afladagbók sem Fiskistofa leggur til, sbr. reglugerð nr. 557/2007, um afladagbækur, með síðari breytingum.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiði­landhelgi Íslands, með síðari breytingum, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 20. október 2011.

F. h. r.

Indriði B. Ármannsson.

Brynhildur Benediktsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica