Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

1011/2011

Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2160/2003 um varnir gegn salmonellu og öðrum tilteknum smitvöldum mannsmitanlegra dýrasjúkdóma sem berast með matvælum.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla, I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi EB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2160/2003 um varnir gegn salmonellu og öðrum tilteknum smitvöldum mannsmitanlegra dýrasjúkdóma sem berast með matvælum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010.
  2. Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1791/2006 um aðlögun tiltekinna reglugerða og ákvarðana á sviði frjálsra vöruflutninga, frjálsrar farar fólks, félagaréttar, stefnu í samkeppnismálum, landbúnaðar (þ.m.t. heilbrigðislöggjöf á sviði dýra og dýraafurða og löggjöf á sviði plöntuheilbrigðis), stefnu í flutningamálum, skattlagningar, hagskýrslna, orkumála, umhverfismála, samvinnu á sviði dóms- og innanríkismála, tollabandalags, samskipta við önnur ríki, sameiginlegrar stefnu í utanríkis- og öryggismálum og stofnana, vegna aðildar Búlgaríu og Rúmeníu. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 21/2009 frá 1. maí 2010.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1237/2007 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2160/2003 og ákvörðun 2006/696/EB að því er varðar markaðssetningu eggja úr hópum varphæna, sem eru smitaðir af salmonellu. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 41/2009 frá 1. maí 2010.
  4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 213/2009 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2160/2003 og reglugerð (EB) nr. 1003/2005 að því er varðar varnir og prófanir með tilliti til salmonellu í hópum undaneldisfugla af tegundinni Gallus gallus og kalkúnum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2010 frá 11. nóvember 2010.

2. gr.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2160/2003 er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa. Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1791/2006 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59, frá 27. október 2011, bls. 27.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1237/2007 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 6, frá 2. febrúar 2010, bls. 300. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 213/2009 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 5, frá 27. janúar 2011, bls. 237.

3. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1237/2007 og reglugerð framkvæmda­stjórnarinnar (EB) nr. 213/2009 eru einungis innleiddar að því marki sem þær varða dýraheilbrigði í samræmi við 1. kafla 1. viðauka EES-samningsins.

4. gr.

Þrátt fyrir gildissvið reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2160/2003 gildir reglugerðin hérlendis um allar sermisgerðir salmonellu.

5. gr.

Þrátt fyrir ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2160/2003 skulu sláturafurðir alifugla sem boðnar eru til sölu, vera af sláturfuglum þar sem staðfest hefur verið með sýnatöku á eldistímanum að ekki hafi greinst salmonella í fuglunum. Finnist salmonella í sýnum sem tekin eru við slátrun, skal innkalla afurðirnar, þeim fargað eða þær hitameðhöndlaðar, þannig að kjarnhiti nái 72°C, áður en afurðunum er dreift, samkvæmt fyrirmælum Matvælastofnunar. Greinist salmonella í eldishópi getur Matvælastofnun heimilað slátrun hópsins og markaðssetningu á afurðum hans. Skilyrði fyrir að Matvælastofnun veiti slíka heimild eru að tvö viðbótarsýni framleiðanda og sýni stofnunarinnar, sem tekið skal a.m.k. fimm til sjö dögum fyrir slátrun, séu öll neikvæð. Ekki er heimilt að markaðssetja þessar afurðir nema fyrir liggi niðurstöður úr sýnatöku við slátrun. Slátrun eldishópa og markaðssetning afurða þeirra skal framkvæmd í samræmi við fyrirmæli stofnunarinnar.

6. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 93/1995 um matvæli.

7. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt XI. kafla laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.

8. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli, 10. gr. laga nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum og 29. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, og öðlast gildi 1. nóvember 2011.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 27. október 2011.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica