Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

1244/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1164, 19. desember 2011, um bann við veiðum á lúðu. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 3. gr. orðist svo:

Til að koma í veg fyrir að stórlúða fari í móttöku skips, er skylt við botnvörpuveiðar þar sem móttaka er lægra en aðalþilfar skipsins, að hafa rist þar sem fiski er hleypt í móttöku. Fiskistofu er heimilt að veita undanþágu frá notkun ristar t.d. vegna smæðar báts. Þá er skipum sem stunda humarveiðar heimil undanþága á notkun ristar. Rimlabil ristarinnar skal að hámarki vera 40 sentimetrar.

2. gr.

4. gr. orðist svo:

Lúðuafli skal seldur á viðurkenndum uppboðsmarkaði fyrir sjávarafurðir. Lúðuafli sætir álagningu gjalds samkvæmt ákvæðum laga nr. 37/1992, um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla, með síðari breytingum. Það skal nema andvirði gjaldskylds afla. Uppgjör vegna lúðuafla skal skiptast á fjögur þriggja mánaða tímabil á fiskveiðiárinu.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 29. desember 2011.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Indriði B. Ármannsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica