Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

14/2012

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 291/2010 um birtingu niðurstaðna vegna eftirlits með áburði.

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Reglugerð þessi gildir um birtingu á niðurstöðum eftirlits með áburði. Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að opinberri birtingu upplýsinga um gæði og öryggi áburðar.

2. gr.

Við reglugerðina bætist ný grein sem verður 4. gr. a, svohljóðandi:

4. gr. a.

Birting rannsóknaniðurstaðna og eftirlitsaðgerða í einstökum tilvikum.

Matvælastofnun er í eftirfarandi tilvikum heimilt að birta niðurstöður úr eftirliti með áburði sem er á markaði:

  1. Þegar niðurstöður úr efna- og örverugreiningum leiða í ljós að áburður er ekki í samræmi við vörulýsingu eða ákvæði laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru eða reglugerða settra á grundvelli þeirra.
  2. Þegar niðurstöður leiða til þess að Matvælastofnun gefur fyrirmæli um afmengun, takmarkar framleiðslu eða markaðssetningu, leggur hald á eða fer fram á förgun á áburði.

Birting niðurstaðna skal fara fram eins fljótt og unnt er á heimasíðu stofnunarinnar. Jafnframt er Matvælastofnun með sama hætti heimilt að birta almennar upplýsingar um aðgerðir hennar eða áburðarfyrirtækja þegar áburður uppfyllir ekki kröfur um öryggi vörunnar.

3. gr.

5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Stjórnsýslukæra aðila máls til ráðherra frestar ekki birtingu Matvælastofnunar.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 6. gr. a laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 13. janúar 2012.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.