Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

135/2012

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 106/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla, I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/2010 frá 1. maí 2011 öðlast eftirfarandi EB-gerðir gildi hér á landi:

a)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 737/2008 um tilnefningu á tilvís­unarrannsóknarstofum Bandalagsins fyrir sjúkdóma í krabbadýrum, hunda­æði og berkla í nautgripum, um frekari skyldur og verkefni tilvísunar­rannsóknastofa Bandalagsins fyrir hundaæði og berkla í nautgripum og um breytingu á VII. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 68 frá 15. desember 2011, bls. 210.

b)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1029/2008 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 í því skyni að uppfæra tilvísun í tiltekna Evrópustaðla. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 68 frá 15. desember 2011, bls. 225.



2. gr.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995.

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a - 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.

5. gr.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 30. janúar 2012.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Indriði B. Ármannsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica