Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

166/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 196, 19. febrúar 2009, um hrognkelsaveiðar. - Brottfallin

1. gr.

Annar málsliður 5. gr. orðist svo:

Ekki er heimilt að stunda á sama tíma veiðar á grásleppu og netaveiðar á þorskfiski og skötusel.

2. gr.

1., 2. og 3. mgr. 6. gr. orðist svo:

Grásleppuveiðileyfi hvers báts skal gefið út til 50 samfelldra daga og skal bundið við ákveðið veiðisvæði og veiðitímabil:

A:

Faxaflói, frá línu réttvísandi vestur frá Garðskagavita 64°04,90 N 022°41,40 V að línu réttvísandi vestur frá Dritvíkurtanga (-flögum) 64°45,00 N 023°55,30 V.

Innan veiðitímabilsins 10. mars til 5. júlí.

B:

Breiðafjörður, svæði 1 frá línu réttvísandi vestur frá Dritvíkurtanga (-flögum) 64°45,00 N 023°55,30 V að línu réttvísandi vestur frá Bjargtöngum 65°30,20 N 024°32,10 V.

Innan veiðitímabilsins 10. mars til 5. júlí.

Breiðafjörður, svæði 2 innan línu sem dregin er úr Krossnesvita vestan Grundar­fjarðar 64°58,30 N 023°21,40 V í Lambanes vestan Vatnsfjarðar 65°29,30 N 023°12,60 V.

Innan veiðitímabilsins 20. maí til 12. ágúst.

C:

Vestfirðir, frá línu réttvísandi vestur frá Bjargtöngum 65°30,20 N 024°32,10 V að línu réttvísandi norður frá Horni (grunnpunktur 1) 66°27,40 N 022°24,30 V.

Innan veiðitímabilsins 10. mars til 5. júlí.

D:

Húnaflói, frá línu réttvísandi norður frá Horni (grunnpunktur 1) 66°27,40 N 022°24,30 V að línu réttvísandi norður frá Skagatá 66°07,20 N 020°05,90 V.

Innan veiðitímabilsins 10. mars til 5. júlí.

E:

Norðurland, frá línu réttvísandi norður frá Skagatá 66°07,20 N 020°05,90 V að línu réttvísandi austur frá Fonti á Langanesi (grunnpunktur 9) 66°22,70 N 014°31,90 V.

Innan veiðitímabilsins 10. mars til 5. júlí.

F:

Austurland, frá línu réttvísandi austur frá Fonti á Langanesi (grunnpunktur 9) 66°22,70 N 014°31,90 V að línu réttvísandi austur frá Hvítingum (grunnpunktur 18) 64°23,90 N 014°28,00 V.

Innan veiðitímabilsins 15. mars til 5. júlí.

G:

Suðurland, frá línu réttvísandi austur frá Hvítingum (grunnpunktur 18) 64°23,90 N 014°28,00 V að línu réttvísandi vestur frá Garðskagavita 64°04,90 N 022°41,40 V.

Innan veiðitímabilsins 1. mars til 25. júní.



Umsækjandi um grásleppuveiðileyfi skal í umsókn greina hvenær hann muni hefja grásleppuveiðar með lagningu neta. Skal gildistími hvers leyfis vera 50 dagar frá þeim tíma. Hver bátur getur einungis haft eitt grásleppuveiðileyfi á hverri grásleppuvertíð.

Veiðileyfishöfum er óheimilt að leggja grásleppunet fyrir kl. 08.00 fyrsta dag veiði­tímabils. Skylt er að draga öll grásleppunet, sbr. 8. gr., úr sjó fyrir lok leyfistímabils, sbr. 1. og 2. mgr. þessarar greinar. Óheimilt að hefja veiðar með yfirtöku hrognkelsa­neta í sjó. Merking veiðarfæra skal að fullu frágengin í landi áður en veiðar með hrognkelsa­netum hefjast.

3. gr.

Tveir fyrstu málsliðir 7. gr. orðist svo:

Heimilt er að hafa 100 hrognkelsanet í sjó fyrir hvern mann sem lögskráður er á bát. Aldrei er þó heimilt að eiga fleiri en 300 net í sjó.

4. gr.

Lokamálsliður 1. mgr. 9. gr. orðist svo:

Allar niðurstöður skulu, með varanlegri merkingu, vera greinilega merktar umdæmis­númeri eða skipaskrárnúmeri þess skips sem þær notar.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiði­landhelgi Íslands, með síðari breytingum og lögum nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 23. febrúar 2011.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Indriði Björn Ármannsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica