Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

1083/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 601, 8. ágúst 2003, um nýtingu afla og aukaafurða. - Brottfallin

1. gr.

Við 2. gr. bætist ný málsgrein er verður 3. mgr. sem orðist svo:

Ennfremur skal við hrognkelsaveiðar koma með öll hrognkelsi að landi.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 2. gr. laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum, til að öðlast gildi þann 1. janúar 2012 og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 30. desember 2010.

Jón Bjarnason.

Sigurgeir Þorgeirsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica