Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

868/2010

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 289/2005 um merkingar búfjár, með áorðnum breytingum. - Brottfallin

1. gr.

3. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Litir forprentaðra plötumerkja í sauðfé og geitfé skulu vera í samræmi við skráningu Matvælastofnunar í tölvuskráningarkerfinu MARK.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. reglugerðarinnar:

a)

2. mgr. orðast svo: Lömb og kið skal merkja með plötumerki í lit skv. 6. gr. a.m.k. í annað eyrað.

b)

3. mgr. fellur brott.3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 17. gr. laga nr. 103/2002, um búfjárhald o.fl., lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr og lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, ásamt síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 27. október 2010.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica