Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Stofnreglugerð

767/2010

Reglugerð um hámark dagsekta vegna matvæla- og fóðureftirlits.

1. gr.

Hámark dagsekta sem ákveðnar eru samkvæmt a-lið, 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, skulu vera 500.000 kr. á dag.

2. gr.

Hámark dagsekta sem ákveðnar eru samkvæmt a-lið, 9. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, skulu vera 500.000 kr. á dag.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í a-lið, 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli og a-lið, 9. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Regugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 12. október 2010.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.