Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Stofnreglugerð

565/2010

Reglugerð um aðlögun tiltekinna EES-reglugerða og ákvarðana á sviði heilbrigðislöggjafar dýra, dýraafurða og plantna.

1. gr. Innleiðing.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla, I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007, frá 27. október 2007, öðlast eftirfarandi EB-gerð gildi hér á landi:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1792/2006 frá 23. október 2006 um aðlögun tiltekinna reglugerða og ákvarðana á sviði frjálsra vöruflutninga, frjálsrar farar fólks, stefnu í samkeppnismálum, landbúnaðar (heilbrigðislöggjafar á sviði dýra og dýraafurða og löggjafar á sviði plöntuheilbrigðis), fiskveiða, stefnu í flutningamálum, skattlagningar, hagskýrslna, félagsmálastefnu og atvinnumála, umhverfismála, tollabandalags og samskipta við önnur ríki, vegna aðildar Búlgaríu og Rúmeníu. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, 17. júní 2010, bls. 48.

2. gr. Þvingunarúrræði og viðurlög.

Um þvingunarúrræði og brot gegn reglugerð þessari er varða viðurlögum fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a - 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, lögum nr. 96/1997 um slátrun og sláturafurðir, 30. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim eða ákvæðum laga nr. 55/1998 um sjávarafurðir.

3. gr. Eftirlit.

Matvælastofnun annast eftirlit samkvæmt reglugerð þessari.

4. gr. Lagastoð.

Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli, 29. gr. a laga nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, 17. gr. a laga nr. 96/1997 um slátrun og sláturafurðir, 31. gr. laga nr. 55/1998 um sjávarafurðir og 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

5. gr. Gildistaka.

Reglugerðin öðlast þegar gildi. Þó taka efnisákvæði þessarar reglugerðar ekki til kjöts, mjólkur, eggja og hrárra afurða úr þessum matvælategundum fyrr en 1. nóvember 2011.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 22. júní 2010.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.