Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

561/2010

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 430/2010, um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Við ákvæði 1. gr. bætist ný málsgrein sem verður 2. mgr., svohljóðandi:

Reglugerð þessi gildir ekki um eigendaskipti að lögbýlum með greiðslumarki.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr.:

a)

Á eftir orðinu "lögbýlisnúmer" í 3. málslið kemur: netfang, ef það er fyrir hendi.

b)

4. málsliður orðast svo: Tilboðin skulu hafa borist til Matvælastofnunar eigi síðar en þann 25. maí þegar markaður er haldinn 1. júní og þann 25. nóvember þegar markaður er haldinn 1. desember.

c)

Í stað 14. málsliðar (lokamálsliðar) koma þrír nýir málsliðir sem orðast svo:

 

Kauptilboðum skal fylgja ábyrgðaryfirlýsing banka, sparisjóðs eða vátryggingafélags þar sem fram kemur að viðkomandi ábyrgðarveitandi tryggi að tilboðsgjafi geti staðið við tilboð sitt. Einnig er heimilt að leggja fram með kauptilboði eða fyrir upphaf markaðsdags staðgreiðslu fyrir andvirði greiðslumarksins í formi yfir­strikaðrar ávísunar útgefinnar af banka. Kaupandi skal inna af hendi staðgreiðslu fyrir andvirði greiðslumarksins innan 7 daga frá staðfestingu Matvælastofnunar á aðilaskiptum að greiðslumarkinu.

3. gr.

Nýr málsliður bætist við 1. mgr. 5. gr., sem verður 4. málsliður, svohljóðandi:

Náist ekki fullt jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar greiðslumarks skiptist greiðslu­mark sem selt verður hlutfallslega milli kaupenda í samræmi við magn hvers tilboðs­gjafa.

4. gr.

Í stað tölunnar "10." í 8. málslið 6. gr. kemur: 20.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og öðlast gildi við birtingu.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 1. júlí 2010.

Jón Bjarnason.

Sigríður Norðmann.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica