Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

507/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 384, 3. maí 2010, um strandveiðar fiskveiðiárið 2009/2010. - Brottfallin

1. gr.

Lokamálsliður 3. tl. 4. gr. orðist svo:

Bili búnaður í veiðiferð, skal strax tilkynna það til Landhelgisgæslu og halda tafarlaust til hafnar til löndunar.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæði 6. gr. a í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 14. júní 2010.

F. h. r.

Steinar Ingi Matthíasson.

Kristján Freyr Helgason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica