1. gr.
Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi: Þrátt fyrir ákvæði 4. gr. þessarar reglugerðar skal markaður fyrir greiðslumark mjólkur haldinn í fyrsta skipti þann 1. desember 2010.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 26. maí 2010.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Arnór Snæbjörnsson.