Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

289/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 30, 12. janúar 2005, um friðun hrygningarþorsks og skarkola á vetrarvertíð. - Brottfallin

1. gr.

1. ml. 5. gr. orðist svo:

Þrátt fyrir ákvæði 1.-4. gr. eru veiðar á sæbjúga, grásleppu, innfjarðarækju, hörpudiski, ígulkerum, beitukóngi, kúfiski og til áframeldis á þorski heimilar þeim sem tilskilin leyfi hafa til þeirra veiða innan svæðisins.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 8. apríl 2010.

F. h. r.

Steinar Ingi Matthíasson.

Kristján Freyr Helgason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica