Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

170/2010

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 410/2009 um merkingu næringargildis matvæla. - Brottfallin

1. gr.

1. málsliður 2. mgr. 1. gr. verði svohljóðandi:

Reglugerðin gildir ekki um ölkelduvatn eða annað neysluvatn, né fæðubótarefni. Um fæðubótarefni gildir skilgreining í 3. gr. laga nr. 93/1995, um matvæli.

2. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 8. og 9. tl. 3. gr.:

Skilgreiningar á "náttúruvörum" og "hollefnum" falla brott.

3. gr.

Í stað neðanmálstexta við töflu fyrir vítamín og steinefni í viðauka kemur eftirfarandi texti:

A-vítamín er gefið upp í retinoljafngildum. 1 retinoljafngildi (RJ) = 1 μg retinol = 12 μg β-karótín.
E-vítamín er reiknað sem α-tókóferoljafngildi. 1 α-tókóferoljafngildi (α-TJ) = 1 mg RRR-α-tókóferol.
Níasín er reiknað sem níasínjafngildi. 1 níasínjafngildi (NJ) = 1 mg níasín = 60 mg tryptófan.
*RDS-gildi sem hér koma fram eru viðmiðunargildi til notkunar við umbúðamerkingar og geta sem slík verið frábrugðin ráðlögðum dagskömmtum gefnum út af Lýðheilsustöð - manneldisráði og heilbrigðisráðuneytinu.

4. gr.

Við reglugerðina bætist svohljóðandi bráðabirgðaákvæði:

Ákvæði til bráðabirgða.

Þrátt fyrir ákvæði reglugerðarinnar er heimilt til 31. október 2012 að dreifa matvörum sem ekki uppfylla ákvæði í viðauka hennar um vítamín og steinefni og/eða breytistuðla fyrir erythritol og trefjar vegna útreiknings á orkugildi, sbr. 3. tl. 9. gr.

Við merkingu vítamína og steinefna skal fram að þeim tíma taka mið af eftirfarandi lista yfir þau efni sem heimilt er að tilgreina og ráðlagðan dagskammt þeirra:

Vítamín og steinefni sem heimilt er að tilgreina og ráðlagður
dagskammtur þeirra (RDS)*

Vítamín:

RDS:    

 

Steinefni:

RDS:      

A-vítamín

800  

µg

Kalsíum

800  

mg

D-vítamín

5  

µg

Fosfór

800  

mg

E-vítamín

10  

mg

Járn

14  

mg

Askorbínsýra (C)

60  

mg

Magníum

300  

mg

Þíamín (B1)

1,4  

mg

Sink

15  

mg

Ríbóflavín (B2)

1,6  

mg

Joð

150  

µg

Níasín

18  

mg

Pyridoxín (B6)

2  

mg

Fólasín

200  

µg

Cýankóbalamín (B12)

1  

µg

Bíótín

0,15  

mg

Pantóþensýra

6  

mgA-vítamín er gefið upp í retinoljafngildum. 1 retinoljafngildi (RJ) = 1 μg retinol = 12 μg β-karótín.
E-vítamín er reiknað sem α-tókóferoljafngildi. 1 α-tókóferoljafngildi (α-TJ)= 1 mg RRR-α-tókóferol.
Níasín er reiknað sem níasínjafngildi. 1 níasínjafngildi (NJ) = 1 mg níasín = 60 mg tryptófan.
*RDS-gildi sem hér koma fram eru viðmiðunargildi til notkunar við umbúðamerkingar og geta sem slík verið frábrugðin ráðlögðum dagskömmtum gefnum út af Lýðheilsustöð - manneldisráði og heilbrigðisráðuneytinu.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 31. gr. a laga um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breytingum og með hliðsjón af tilskipun (EB) nr. 2008/100. Reglugerðin tekur gildi 1. mars 2010.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 12. febrúar 2010.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica