Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

895/2009

Reglugerð um (46.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2008/76/EB frá 25. júlí 2008 um breytingu á I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/32/EB um óæskileg efni í fóðri, sem tekin var inn í III. kafla I. viðauka við EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 57/2009 frá 30. maí 2009.

2. gr.

Ákvæðum B. liðar, I. viðauka, um hámark fyrir innhald óæskilegra efna í afurðum sem ætlaðar eru í fóður, í reglugerð nr. 340/2001 er breytt sem hér segir:

 

1.

Í stað 3. efnaheitis, flúor, komi eftirfarandi:

Óæskileg efni

Afurðir sem ætlaðar eru í fóður

Hámarksinnihald í mg/kg (milljónarhlutar) fyrir fóður með 12% rakainnihaldi

(1)

(2)

(3)

3. "Flúor (*)

Fóðurefni, að undanskildu

150

- fóðri úr dýraríkinu að undanskildum sjávarkrabbadýrum, s.s. ljósátu

500

- sjávarkrabbadýrum, s.s. ljósátu

3000

- fosfötum

2000

- kalsíumkarbónati

350

- magnesíumoxíði

600

- kalkkenndum sjávarþörungum

1000

Vermikúlít (E 561)

3000

Fóðurbætir

 

- sem inniheldur ≤ 4% fosfór

500

- sem inniheldur > 4% fosfór

125 fyrir 1% fosfór

Heilfóður að undanskildu

150

- heilfóðri fyrir nautgripi, sauðfé og geitur

 

     - á mjólkurskeiði

30

     - annað

50

- heilfóðri fyrir svín

100

- heilfóðri fyrir alifugla

350

- heilfóðri fyrir kjúklinga

250

- heilfóðri fyrir fisk

350

(*) Hámarksgildi vísa til magngreiningar á flúri þar sem útdráttur er gerður í 1 N saltsýru í 20 mínútur við umhverfishita. Nota má jafngildar útdráttaraðferðir hafi verið sýnt fram á að sú aðferð, sem notuð er, hafi samsvarandi skilvirkni í útdrætti.
(**) Gildin skulu endurskoðuð eigi síðar en 31. desember 2008 með það að markmiði að lækka hámarksgildin.



 

2.

Í stað 14. efnaheitis, illgresisfræ og ómöluð og ómulin aldin sem innihalda beiskjuefni, glúkósíð eða önnur eiturefni, komi eftirfarandi:



Óæskileg efni

Afurðir sem ætlaðar eru í fóður

Hámarksinnihald í mg/kg (milljónarhlutar) fyrir fóður með 12% rakainnihaldi

(1)

(2)

(3)

14. Illgresisfræ og ómöluð og ómulin aldin sem innihalda beiskjuefni, glúkósíð eða önnur eiturefni, ein sér eða saman, m.a.:

Allt fóður

3000

Datura stramonium L.

 

1000



 

3.

Í stað 21. efnaheitis, DDT, komi eftirfarandi:

Óæskileg efni

Afurðir sem ætlaðar eru í fóður

Hámarksinnihald í mg/kg (milljónarhlutar) fyrir fóður með 12% rakainnihaldi

(1)

(2)

(3)

DDT (summa DDT-, DDD- (eða TDE-) og DDE-myndbrigða, gefið upp sem DDT)

Allt fóður, að undanskildu

0,05

 

- fitu og olíum

0,5



 

4.

Efnaheiti nr. 28, apríkósur - Prunus armeniaca L., nr. 29, beiskar möndlur - Prunus dulcis (Mill.) D.A. Webb var. amara (DC.) Focke (=Prunus amygdalus Batsch var. amara (DC.) Focke) og efnaheiti nr. 31, Akurdoðra - Camelina sativa (L.) Crantz, falla brott.



3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 3. nóvember 2009.

F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica