Sjávarútvegsráðuneyti

952/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 924, 21. október 2005, um vigtun og skráningu norsk-íslenskrar síldar við veiðar á sumargotssíld. - Brottfallin

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Vigtunarleyfishafi sem tekur á móti síld eða skipstjóri skips sem vinnur afla um borð skal taka sýni úr afla sem veiddur er austan 17°00´V. Niðurstaða sýnatöku skal lögð til grundvallar við ákvörðun magns og skráningu síldartegunda.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum og laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 1. nóvember 2005.


F. h. r.

Jón B. Jónasson.
Þórður Eyþórsson.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica