Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

1071/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 770, 8. september 2006, um veiðar á íslenskri sumargotssíld. - Brottfallin

1. gr.

Í stað orðanna "31. maí" í 2. mgr. 1. gr. og 3. gr. reglugerðarinnar komi:

til og með 30. apríl.

2. gr.

2. mgr. 6. gr. orðist svo:

Heimilt er að miðla afla úr nótum á miðunum milli skipa sem hafa leyfi til síldveiða í því skyni að koma í veg fyrir að síld sé sleppt dauðri úr nótum. Fái veiðiskip svo stórt kast að skipstjóri telji að ekki sé lestarrými fyrir þann afla sem hann áætlar að sé í nótinni og ekkert skip nærstatt til að miðla síldarafla til, skal heimilt áður en verulega er þrengt að síldinni í nótinni að sleppa niður lifandi síld sem fyrirsjáanlega rúmast ekki í lestum skipsins. Vinnsluskipum er ekki heimilt að sleppa niður síld til að samræma afla vinnslu­getu.

3. gr.

Með mál sem kunna að rísa út af brotum á ákvæðum reglugerðar þessarar og ákvæðum leyfisbréfa gefnum út samkvæmt henni skal farið að hætti opinberra mála. Brot varða viðurlögum samkvæmt lögum nr. 79, 26. maí 1997, með síðari breytingum, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 11. nóvember 2008.

F. h. r.
Þórður Eyþórsson.

Guðný Steina Pétursdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica