Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

890/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 310, 4. apríl 2007, um friðunarsvæði við Ísland. - Brottfallin

1. gr.

Við 2. tl. 2. gr. bætist ný málsgrein sem orðist svo:

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt á tímabilinu 22. september til 13. október 2008, að stunda tog- og línuveiðar innan svæðisins á svæði sem afmarkast af eftirgreindum punktum:

  1. 67°06,50'N - 20°48,50'V
  2. 67°04,00'N - 20°42,00'V
  3. 66°50,00'N - 20°56,17'V
  4. 66°50,00'N - 21°08,48'V
  5. 66°51,50'N - 21°08,00'V
  6. 66°45,30'N - 21°45,00'V
  7. 67°02,95'N - 21°45,00'V

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiði­landhelgi Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast gildi 22. september 2008.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 19. september 2008.

F. h. r.
Steinar Ingi Matthíasson.

Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica