Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

891/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 246, 19. febrúar 2008, um vigtun og skráningu meðafla við veiðar á uppsjávarfiski. - Brottfallin

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar orðist svo: Reglugerð þessi tekur til íslenskra skipa sem stunda veiðar á kolmunna, loðnu með vörpu, makríl, norsk-íslenskri síld og íslenskri sumar­gotssíld og landa afla sínum á Íslandi. Jafnframt tekur reglugerð þessi til erlendra skipa sem stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu og landa afla sínum á Íslandi.

2. gr.

Reglugerð þessi er gefin út samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum og lögum nr. 22, 8. apríl 1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 18. september 2008.

F. h. r.
Steinar Ingi Matthíasson.

Kristján Freyr Helgason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica