Samgönguráðuneyti

372/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð, nr. 1017/2003, um skoðanir á skipum og búnaði þeirra. - Brottfallin

1. gr.

2. - 4. mgr. 16. gr. orðast svo:

Skemmtibátar skulu skoðaðir upphafsskoðun áður en heimiluð er skráning þeirra á aðalskipaskrá. Reglubundin aðalskoðun skemmtibáta skal framkvæmd fjórða hvert ár en árleg milliskoðun þess á milli. Siglingastofnun Íslands skal framkvæma upphafsskoðun á skemmtibátum. Siglingastofnun Íslands eða viðurkenndur skoðunaraðili skulu fram­kvæma reglubundnar aðalskoðanir og árlegar milliskoðanir, en eiganda skemmtibáts sem er styttri en 15 metrar að skráningarlengd, er heimilt að annast framkvæmd árlegra milli­skoðana á eigin skemmtibát, sé skemmtibáturinn ekki notaður eða ætlaður til útleigu. Skoðanir skulu gerðar samkvæmt handbókum, skoðunarskýrslum og fyrirmælum Siglinga­stofnunar Íslands um skoðanir skemmtibáta. Skoðun öryggisbúnaðar skal vera í samræmi við reglugerð um björgunar- og öryggisbúnað skemmtibáta. Í framhaldi af skoðunum skoðunaraðila eða eiganda skemmtibáts gefur Siglingastofnun út haffæris­skírteini að uppfylltum skilyrðum, í samræmi við 21. gr.

Hafi skemmtibátur orðið fyrir skemmdum eða honum verið breytt, teljast forsendur fyrir haffæri bátsins brostnar. Skal þá fara fram sérstök aukaskoðun, sem Siglingastofnun Íslands eða viðurkenndur skoðunaraðili annast þar sem metið er hvort skemmtibátur telst haffær, sbr. 18. gr. laga um eftirlit með skipum.

Eigandi skemmtibáts ber ábyrgð á því að fram fari lögbundnar skoðanir á bátnum sam­kvæmt grein þessari og að ákvæðum laga um eftirlit með skipum, reglugerðar þessarar og leiðbeiningum samkvæmt handbókum, skoðunarskýrslum og fyrirmælum Siglinga­stofnunar sé framfylgt. Eigandi skemmtibáts er ábyrgur fyrir því að bátur hans sé aðgengilegur til skoðunar og ber honum að sýna öll gögn er varða bátinn og niðurstöður eldri skoðana óski skoðunaraðili eftir því. Eigandi skemmtibáts er ennfremur ábyrgur fyrir því að skoðun geti farið fram á skilvirkan hátt. Eigandi skemmtibáts sem annast sjálfur árlegar milliskoðanir á bát sínum skal senda Siglingastofnun Íslands skoðunar­skýrslu bátsins að skoðun lokinni, eigi síðar en að viku liðinni frá umræddri skoðun. Eiganda skemmtibáts ber að halda bát sínum og búnaði hans í því ástandi sem ákvæði gildandi laga og reglugerða krefjast og að tryggja að báturinn sé haffær.

2. gr.

Reglugerð þessi sem er sett samkvæmt 1. mgr. 11. gr. og 2. mgr. 10. gr. laga um eftirlit með skipum nr. 47/2003 staðfestist hér með til að öðlast gildi 1. júní 2007 og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Eigendum þeirra skemmtibáta sem eru styttri en 15 metrar að skráningarlengd og fengu útgefið haffæri á árinu 2006 er heimilt að framkvæma árlega milliskoðun eftir gildistöku þessarar reglugerðar. Aðrir skemmtibátar sem eru styttri en 15 metrar að skráningar­lengd skulu sæta reglubundinni aðalskoðun áður en eigendur þeirra öðlast heimild til að árlegrar milliskoðana.

Samgönguráðuneytinu, 11. apríl 2007.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica