Fara beint í efnið

Prentað þann 16. apríl 2024

Breytingareglugerð

499/2007

Reglugerð um breytingu á hafnarreglugerð fyrir Seyðisfjarðarhöfn nr. 275/2006.

1. gr.

5. mgr. 7. gr. orðist svo:

Köfun á innra hafnarsvæði Seyðisfjarðarhafnar er stranglega bönnuð nema með skriflegu leyfi hafnarstjóra. Köfunarleyfi að flaki El Grillo er bundið réttindum til köfunar á slíku dýpi. Allt brottnám hluta úr flaki El Grillo er stranglega bannað, nema með leyfi umhverfisráðuneytisins.

Ný 6. mgr. 7. gr. orðist svo:

Hámarkssiglingarhraði á innra hafnarsvæði hafnarinnar er 6 mílur.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. gr. hafnalaga nr. 61/2003 og öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 7. maí 2007.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.