Leita
Hreinsa Um leit

Samgönguráðuneyti

1121/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 100/2006 um farmflutninga á landi í atvinnuskyni. - Brottfallin

1. gr.

Heiti reglugerðarinnar verður: Reglugerð um leyfi til að stunda farmflutninga á landi.

2. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 1. gr.:

 1. Orðin "í atvinnuskyni" í 1. mgr. eru felld brott.
 2. Í stað orðanna "þá vöruflutninga" í 2. mgr. kemur: farmflutninga í atvinnuskyni.
 3. Ný 3. mgr. bætist við svohljóðandi:

Eftirtaldir farmflutningar eru undanþegnir leyfisskyldu:

 1. Póstflutningar sem eiga sér stað innan ramma opinberrar þjónustu.
 2. Flutningar á ökutækjum sem hafa orðið fyrir tjóni eða bilað.
 3. Farmflutningar með vélknúnum ökutækjum þar sem leyfileg þyngd með hleðslu, þ.m.t. eftirvagnar, fer ekki yfir sex tonn eða þar sem leyfilegur farmþungi, þ.m.t. eftirvagnar, fer ekki yfir 3,5 tonn.
 4. Farmflutningar með vélknúnum ökutækjum, að því tilskildu að eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:

  a)

  vörurnar, sem eru fluttar, verða að vera eign fyrirtækisins eða fyrir­tækið verður að hafa selt, keypt, leigt út eða leigt sér vörurnar, fram­leitt þær, unnið úr þeim, meðhöndlað eða gert við þær,

  b)

  tilgangur ferðarinnar verður að vera sá að flytja vörur til eða frá fyrir­tæki eða flytja þær annaðhvort innan fyrirtækisins eða utan þess til eigin nota,

  c)

  starfsmenn fyrirtækisins verða að aka vélknúnu ökutækjunum sem eru notuð við slíka flutninga,

  d)

  ökutækin, sem flytja vörurnar, verða að vera í eigu fyrirtækisins eða keypt með afborgunum eða tekin á leigu og í síðastnefnda tilvikinu að því tilskildu að uppfyllt séu skilyrði tilskipunar Evrópuráðsins og þingsins 2006/1/EB frá 18. janúar 2006 um notkun ökutækja sem leigð eru án ökumanna til vöruflutninga á vegum. Þetta ákvæði gildir ekki um notkun varabifreiðar þegar ökutækið, sem er venjulega notað, er bilað tímabundið,

  e)

  flutningurinn verður að vera viðbótarstarfsemi við heildarstarfsemi fyrirtækisins.


 5. Flutningar á lyfjum, læknisfræðilegum búnaði og tækjum og öðrum vörum sem eru nauðsynlegar fyrir neyðaraðstoð, einkum náttúruhamfarir.

3. gr.

Á eftir 11. gr. kemur nýr kafli: IV. KAFLI. Gildistaka o.fl.

4. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 14. gr.:

 1. Heiti greinarinnar verður: Gildistaka og innleiðing.
 2. Á eftir "samkvæmt" í 1. mgr. kemur: 18., sbr. 1. gr. laga.
 3. Ný 3. mgr. bætist við svohljóðandi:

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2006/94/EB frá 12. desember 2006 um setningu sameiginlegra reglna um tiltekna vöruflutninga á vegum (kerfisbundin útgáfa), samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 88/2007, frá 6. júlí 2007.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 73/2001 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi og staðfestist hér með til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Samgönguráðuneytinu, 25. október 2007.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica