1. gr.
Orðskýringar.
Sé munur milli orðskýringa í JAR-FCL 3.001 fylgiskjali með reglugerð þessari og orðskýringa í reglugerð um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands í I. kafla hennar skulu orðskýringar samkvæmt reglugerð þessari ganga framar.
2. gr.
Gildissvið o.fl.
Reglugerð þessi gildir um heilbrigðiskröfur flugliða og heilbrigðiskröfur flugumferðarstjóra, sbr. reglugerð um skírteini flugumferðarstjóra.
Reglugerð þessari til nánari fyllingar gilda ákvæði í I., II., VI., VII. og VIII. kafla í reglugerð um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands nr. 400/2008.
3. gr.
Innleiðing á JAR-FCL 3.
Reglugerð þessi hefur að geyma í fylgiskjali I JAR-FCL 3, 5. breytingu (Amendment 5) útgefna af Flugöryggissamtökum Evrópu, JAA þann 1. desember 2006. JAR-FCL 3, 5. breyting tekur til heilbrigðiskrafna flugliða. JAR-FCL er gefin út af JAA í tveimur þáttum. 1. þáttur (Section 1) hefur að geyma reglur þær sem hér eru birtar. 2. þáttur (Section 2) hefur að geyma viðeigandi og tækar leiðir til að fullnægja skilyrðum 1. þáttar (iðulega nefnt "Acceptable Means of Compliance, AMC") ásamt leiðbeinandi skýringarefni ("Interpretative/Explantory Material, IEM"). Víða í texta 1. þáttar er vísað til þessa skýringarefnis, en annan þátt JAR-FCL 3, 5. breytingu er hægt að panta á skrifstofu flugöryggissviðs Flugmálastjórnar Íslands.
4. gr.
Viðurlög.
Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum 141. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.
5. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 31. gr., 73. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Samgönguráðuneytinu, 28. mars 2008.
Kristján L. Möller.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)