Samgönguráðuneyti

612/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 501/1997 um ökuskírteini. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Í stað "1. júlí 2008" í 2. mgr. 26. gr. kemur: 1. janúar 2010.

2. gr.

Á IV. viðauka verða eftirfarandi breytingar:

Við 1. mgr. í 1. kafla viðaukans, sem er með fyrirsögninni "námskrár" bætist:

og fyrir vöruflutninga í atvinnuskyni fyrir flokka C og C1.

3. gr.

Á XI. viðauka verða eftirfarandi breytingar:

Aftan við 3. kafla viðaukans, sem er með fyrirsögninni "tilhögun" bætist ný málsgrein, 3. mgr. sem orðast svo:

Að fenginni heimild Umferðarstofu er unnt að víkja frá ákvæðum 2. mgr. um fjölda þátttakenda og tilhögun náms. Á það við í þeim tilvikum þegar fyrirséð er að meira en þrír mánuðir muni líða frá því að ökumaður er settur í akstursbann og þar til námskeið er haldið.

4. gr.

Á XII. viðauka verða eftirfarandi breytingar:

Á eftir fyrstu málsgrein kemur ný málsgrein, 2. mgr. sem orðast svo:

1. Japan

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 50., 52., 54., 57. og 60. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 19. júní 2008.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica