Leita
Hreinsa Um leit

Samgönguráðuneyti

1060/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð, nr. 94/2004, um starfshætti faggiltra skoðunarstofa skipa og búnaðar.

1. gr.

Skilgreiningin á faggildingaraðila í 2. gr. verði eftirfarandi:

Faggildingaraðili: Faggildingarsvið Neytendastofu eða annar viðurkenndur faggildingaraðili á Evrópska efnahagssvæðinu.

2. gr.

2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. hafa skoðunarstofur allt að 12 mánuði frá því umsókn um starfsleyfi er lögð inn til Siglingarstofnunar til þess að uppfylla ákvæði þessarar greinar um faggildingu enda leggi þessir aðilar fram greinargóða áætlun um á hvern hátt unnið verður að innleiðingu gæðakerfa og vinnuferla og annarra ákvæða staðalsins og reglugerða. Áætluninni skal skila til faggildingardeildar Neytendastofu og skal hún hljóta samþykki Neytendastofu. Í áætluninni skal skilgreina tímasetningu einstakra þátta verkefnisins og skal Neytendastofa hafa eftirlit með því að áætlunni sé fylgt.

3. gr.

2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. hafa skoðunarstofur allt að 24 mánuði frá því umsókn um starfsleyfi er lögð inn til Siglingarstofnunar til þess að uppfylla ákvæði þessarar greinar um faggildingu enda leggi skoðunarstofan fram greinargóða áætlun um á hvern hátt unnið verður að innleiðingu gæðakerfa og vinnuferla annarra ákvæða staðalsins og reglugerða. Áætluninni skal skila til faggildingardeildar Neytendastofu og skal hún hljóta samþykki Neytendastofu. Í áætluninni skal skilgreina tímasetningu einstakra þátta verkefnisins og skal Neytendastofa hafa eftirlit með því að áætluninni sé fylgt.

4. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 10. gr. laga um eftirlit með skipum nr. 47/2003, staðfestist hér með til að öðlast gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Samgönguráðuneytinu, 3. nóvember 2005.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica