Samgönguráðuneyti

673/2006

Reglugerð um breytingar á reglugerð nr. 257/2000, með síðari breytingum, um akstursíþróttir og aksturskeppni. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 1. gr. orðist svo:

Aksturskeppni má ekki halda hér á landi nema með leyfi lögreglustjóra.

2. gr.

2. gr. orðist svo:

Lögreglustjóri skal veita eftirtöldum aðilum heimild til að halda aksturskeppni:

a)

Vélhjóla- og vélsleðaíþróttanefnd ÍSÍ vegna keppni ökutækja með þrjú hjól eða færri.

b)

Landssambandi íslenskra akstursfélaga (LÍA) vegna keppni ökutækja með fjögur hjól eða fleiri.

Í heimild lögreglustjóra til samtaka skv. 1. mgr. felst heimild fyrir þau til að veita öðrum félögum sem hafa akstursíþróttir á stefnuskrá sinni leyfi til keppnishalds í greininni. Slík leyfi skulu veitt til eins árs í senn og skal þar getið um öryggisfulltrúa keppna og hvaða reglum skuli framfylgja við keppnishald. Leyfishafi samkvæmt ákvæði þessu telst keppnishaldari samkvæmt reglugerð þessari.

3. gr.

1. mgr. 3. gr. orðist svo:

Aksturskeppni skal fara fram í samræmi við keppnisreglur samtaka skv. 1. mgr. 2. gr. og skal leggja þær reglur fyrir lögreglustjóra. Jafnframt skulu keppnir fara fram undir yfirstjórn fulltrúa samtakanna sem lögreglustjóri samþykkir.

4. gr.

Regugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 34. gr. umferðarlaga nr. 50 30. mars 1987, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 18. júlí 2006.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica