Samgönguráðuneyti

574/2005

Reglugerð um gildistöku reglugerðar EB nr. 261/2004 um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður og um að fella úr gildi reglugerð (EBE) nr. 295/91. - Brottfallin

1. gr.
Reglugerð nr. 261/2004/EB um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem er neitað um far og þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður og um að fella úr gildi reglugerð (EBE) nr. 295/91, sem vísað er til í 68 ab. lið XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 171/2004 frá 3. desember 2004,

skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XIII. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt sem fylgiskjalmeð reglugerð þessari.


2. gr.

Flugmálastjórn Íslands er sá aðili sem ber ábyrgð á framkvæmd þessarar reglugerðar samanber 16. gr. reglugerðar nr. 261/2004/EB.


3. gr.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu samkvæmt 141. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, sbr. 20. gr. laga nr. 21/2002.


4.gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 126. gr. loftferðalaga nr. 60/1998, sbr. 3. gr. laga nr. 88/2004, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð EBE nr. 295/91 sem tók gildi með auglýsingu nr. 567/1993 í B-deild Stjórnartíðinda.


Samgönguráðuneytinu, 10. maí 2005.

Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica