Samgönguráðuneyti

259/2005

Reglugerð um breytingar á reglugerð nr. 397/2003 um leigubifreiðar. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Í 1. málslið, 1. mgr. 2. gr. kemur orðið "ökutækja" í stað "bifreiða".


2. gr.

1. mgr. 4. gr. orðist svo:
Takmarkanir á fjölda atvinnuleyfa í leiguakstri gilda á eftirtöldum svæðum:

I. Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Bessastaðahreppi, Reykjanesbæ, Grindavík, Miðnes-, Gerða- og Vatnsleysustrandarhreppi. Hámarkstala er 560 atvinnuleyfi.
II. Akureyri. Hámarkstala er 20 atvinnuleyfi.
III. Árborg. Hámarkstala er 7 atvinnuleyfi.


3. gr.

Við 2. málslið 1. mgr. 6. gr. bætast orðin "... og fötlun hindri þá ekki í starfi."


4. gr.

Lokamálsliður 1. mgr. 7. gr. fellur niður.


5. gr.

3. málsliður 1. mgr. 16. gr. orðist svo:
Þó má orlofsútgerð aldrei vara lengur en 63 daga á ári nema nýtt sé heimild til færslu daga frá fyrra tímabili sbr. 2. mgr. þessarar greinar.


6. gr.

Á eftir 2. mgr. 19. gr. kemur ný málsgrein er orðast svo:
Atvinnuleyfishafi sem sviptur hefur verið ökuleyfi lengur en þrjá mánuði skal leggja inn atvinnuleyfið til Vegagerðarinnar á meðan ökuleyfissvipting varir.


7. gr.

3. mgr. 24. gr. orðist svo:
Bifreiðastöð skal sjá til þess að ekki séu notaðar aðrar bifreiðar til leiguaksturs á bifreiðastöð en þær sem skráðar eru sem leigubifreiðar og eru eign viðkomandi leyfishafa eða leyfishafi er skráður fyrsti umráðamaður að, skv. samningi við fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.


8. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt lögum nr. 134/2001, um leigubifreiðar, öðlast gildi 1. október 2005 og staðfestist hér með til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.


Samgönguráðuneytinu, 23. febrúar 2005.

Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica