Samgönguráðuneyti

597/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skráningu einstaklinga sem sigla með farþegaskipum, nr. 659/2000.

1. gr.

C-liður 1. mgr. 2. gr. orðist svo:
háhraðafar er háhraðafar eins og það er skilgreint í 1. reglu X. kafla alþjóðasamnings um öryggi mannslífa á hafinu frá 1974 (SOLAS) samkvæmt nýjustu útgáfu hans;


2. gr.
Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum um eftirlit með skipum, nr. 47/2003, öðlast þegar gildi.
Með reglugerð þessari er innleidd breyting á tilskipun ráðsins nr. 98/41/EB frá 18. júní 1998 um skráningu einstaklinga sem sigla með farþegaskipum til og frá höfnum aðildarríkja bandalagsins skv. 8. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2002/84 frá 5. nóvember 2002 sbr. ákvörðun EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 178/2003, sem birtist í EES-viðbæti nr. 15 þann 25. mars 2004, bls. 16.


Samgönguráðuneytinu, 7. júlí 2004.

Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica