Samgönguráðuneyti

416/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð um atvinnuréttindi skipstjórnar- og vélstjórnarmanna nr. 118/1996, sbr. breytingu með reglugerð nr. 207/1998. - Brottfallin

416/2004

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um atvinnuréttindi skipstjórnar- og vélstjórnarmanna
nr. 118/1996, sbr. breytingu með reglugerð nr. 207/1998.

1. gr.

7. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Atvinnuskírteini til skipstjórnar á skipum stærri en 30 rúmlestir skulu endurnýjuð til 5 ára í senn, ef umsækjandi uppfyllir skilyrði 1. gr. til að öðlast slíkt skírteini.

Jafnframt skal umsækjandi sýna fram á siglingatíma að minnsta kosti í 1 ár á síðastliðnum 5 árum eða að hafa innt af hendi störf sem teljast sambærileg að mati Siglingastofnunar Íslands eða hafa staðist viðurkennt próf eða lokið með fullnægjandi hætti viðurkenndu námskeiði eða hafa lokið viðurkenndum siglingatíma þar sem sinnt var starfi í lægri stöðu en upprunalegt skírteini segir til um, eigi skemur en í 3 mánuði.

Enginn getur fengið endurnýjun atvinnuskírteinis til skipstjórnar nema sá sem fær er um að gegna starfinu af heilsufarsástæðum samkvæmt læknisvottorði, sbr. reglugerð nr. 304/1993.


2. gr.

11. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Atvinnuskírteini til vélstjórnar skulu endurnýjuð til 5 ára í senn, ef umsækjandi uppfyllir skilyrði 1. gr. til að öðlast slíkt skírteini.

Jafnframt skal umsækjandi sýna fram á siglingatíma að minnsta kosti í 1 ár á síðastliðnum 5 árum eða að hafa innt af hendi störf sem teljast sambærileg að mati Siglingastofnunar Íslands eða hafa staðist viðurkennt próf eða lokið með fullnægjandi hætti viðurkenndu námskeiði eða hafa lokið viðurkenndum siglingatíma þar sem sinnt var starfi í lægri stöðu en upprunalegt skírteini segir til um, eigi skemur en í 3 mánuði.

Enginn getur fengið endurnýjun atvinnuskírteinis til vélstjórnar nema sá sem fær er um að gegna starfinu af heilsufarsástæðum samkvæmt læknisvottorði, sbr. reglugerð nr. 304/1993.


3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum, nr. 112/1984 með síðari breytingum og lögum um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum, nr. 113/1984 með síðari breytingum, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.


Samgönguráðuneytinu, 29. apríl 2004.

Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica