Samgönguráðuneyti

266/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 786/1998, um ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna um borð í skipum, með á - Brottfallin

1. gr.

18. gr. reglugerðarinnar orðist svo:


Krabbameinsvaldandi efni.

Auk þeirra reglna sem settar eru fram í þessari reglugerð skulu ákvæði reglna nr. 98/2002, um verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna sem geta valdið krabbameini eða stökkbreytingu á vinnustöðum, gilda um vinnu um borð í skipum eins og unnt er.


2. gr.

19. gr. reglugerðarinnar orðist svo:


Líffræðilegir skaðvaldar.

Auk þeirra reglna sem settar eru fram í þessari reglugerð skulu ákvæði reglna nr. 764/2001, um verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum líffræðilegra skaðvalda á vinnustöðum, gilda um vinnu um borð í skipum eins og unnt er.


3. gr.

21. gr. reglugerðarinnar orðist svo:


Þungaðar konur.

Auk þeirra reglna sem settar eru fram í þessari reglugerð skulu ákvæði reglugerðar nr. 931/2000, um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti, gilda um vinnu um borð í skipum eins og unnt er.


4. gr.

Á eftir 22. gr. reglugerðarinnar komi þrjár nýjar greinar og breytist töluröð annarra greina samkvæmt því. Hinar nýju greinar orðast svo:

23. gr.
Afleysingastörf og önnur tímabundin störf.

Auk þeirra reglna sem settar eru fram í þessari reglugerð skulu ákvæði reglugerðar nr. 433/1997, um ráðstafanir til að bæta öryggi og hollustuhætti starfsmanna í afleysingarstarfi eða tímabundnu starfi, gilda um vinnu um borð í skipum.

24. gr.
Jarðefnanám.

Auk þeirra reglna sem settar eru fram í þessari reglugerð skulu ákvæði reglna nr. 552/1996, um öryggisráðstafanir við jarðefnanám, gilda um vinnu um borð í skipum.

25. gr.
Jarðefnanám með borunum.

Auk þeirra reglna sem settar eru fram í þessari reglugerð skulu gilda ákvæði reglna nr. 553/1996, um öryggisráðstafanir við jarðefnanám með borunum.


5. gr.

Níundi liður í upptalningu 27. gr. (áður 24. gr) orðist svo:

nr. 92/85/EBE frá 19. október 1992, um lögleiðingu ráðstafana til að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir starfsmenn sem eru þungaðir, hafa nýlega alið börn eða hafa börn á brjósti (tíunda sértilskipun í skilningi 1. mgr. 16. gr. tilskipunar 89/391/EBE);


6. gr.

Við 27. gr. (áður 24. gr.) bætist:

nr. 91/383/EBE, frá 25. júní 1991, til viðbótar ráðstöfunum til að bæta öryggi og hollustuhætti starfsmanna í afleysingarstarfi eða tímabundnu starfi;

nr. 92/104/EBE frá 3. desember 1992, um lágmarkskröfur um umbætur er varða öryggi, hollustuhætti og heilsu starfsmanna í jarðefnanámi á yfirborði jarðar eða neðanjarðar (tólfta sértilskipun í skilningi 1. mgr. 16. gr. tilskipunar 89/391/EBE);

nr. 92/91/EBE frá 3. nóvember 1992, um lágmarkskröfur um umbætur er varða öryggi, hollustuhætti og heilsu starfsmanna í jarðefnanámi með borunum (ellefta sértilskipun í skilningi 1. mgr. 16. gr. tilskipunar 89/391/EBE).7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 4. mgr. 1. gr. og 4. gr. laga nr. 47/2003, um eftirlit með skipum, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.


Samgönguráðuneytinu, 5. mars 2004.

Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica