Samgönguráðuneyti

921/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð um heilbrigðisþjónustu, lyf og læknisáhöld um borð í íslenskum skipum, nr. 365/1998. - Brottfallin

1. gr.

14. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Handbækur og eyðublöð.
14.1 Í lyfjakistu hvers skips, að björgunarförum undanskildum, skal vera eintak af handbók lyfjakistu skipa, en í henni er:
- Eintak af þessari reglugerð ásamt viðauka I, lista yfir sjúkragögn í lyfjakistu og viðauka II, lista yfir sjúkragögn í sjúkrakassa.
- Lyfjaskrá sem gefin er út af Siglingastofnun Íslands í tengslum við þessa reglugerð.
- Dagbók lyfjakistu skips.
- Tölusett eyðublöð í tvíriti fyrir pantanir
14.2 Einnig skal vera í lyfjakistunni eftirfarandi:
- Eyðublöð til notkunar við sjúkdómsgreiningu áður en leitað er aðstoðar læknis í gegnum fjarskipti.
- Eintak af lækningabók sjófarenda sem gefin er út af Siglingastofnun Íslands eða eintak af lækningabók sjófarenda sem samþykkt er af Siglingstofnun Íslands í lyfjakistum skipa sem eru flokkuð í A (skip sem fara út fyrir 150 sjómílur frá næstu höfn) og B (skip með mestu lengd 15 metrar eða lengri, sem fara styttri sjóferðir en 150 sjómílur frá næstu höfn) í 3. gr. reglugerðarinnar.
- Eintak af lækningabók sjófarenda sem samþykkt er af Siglingstofnun Íslands í lyfjakistum skipa sem eru flokkuð í C (skip með mestu lengd allt að 15 metrum).
14.3 Í lyfjakistu D fyrir björgunarför skal vera stuttur leiðarvísir um skyndihjálp.
14.4 Skip sem flytja hættulegan varning samkvæmt skilgreiningu Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) skulu hafa um borð nýjustu útgáfu af:
- International Maritime Dangerous Goods Code (IMDG Code).
- Emergency Procedures for Ships Carrying Dangerous Goods (EMS)
- Medical First Aid Guide for Use in Accidents Involving Dangerous Goods (MFAG).


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum um eftirlit með skipum nr. 74/1998 með síðari breytingum og staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.


Samgönguráðuneytinu, 25. nóvember 2003.

Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica