Samgönguráðuneyti

737/2002

Reglugerð um breytingu á hafnarreglugerð fyrir hafnir Fjarðabyggðar nr. 390/2000. - Brottfallin

737/2002

REGLUGERÐ
um breytingu á hafnarreglugerð fyrir hafnir Fjarðabyggðar nr. 390/2000.

1. gr.

Við 1. gr. lið 1.1. bætist eftirfarandi: "og Mjóafjarðarhöfn".
Við 1. gr. lið 1.4. bætist eftirfarandi: "Mjóafjarðarhöfn tekur yfir Mjóafjörð vestan línu, sem hugsast dregin úr Eldleysu norðan fjarðarins í Hafnartanga sunnan fjarðarins."
Við 1. gr. lið 1.6. bætist eftirfarandi: "Hreppsnefnd Mjóafjarðarhrepps hefur þó með höndum úthlutun lóða á hafnarsvæði í Mjóafirði."


2. gr.

Við 2. gr. lið 2.5. bætist eftirfarandi: "Þegar fjallað er um málefni Mjóafjarðarhafnar á fulltrúi hreppsnefndar Mjóafjarðarhrepps sæti í nefndinni með málfrelsi og tillögurétt."


3. gr.

Við 20. gr. lið 20.2. bætist eftirfarandi: "Þá fellur úr gildi hafnarreglugerð fyrir Mjóafjörð nr. 124/1966."


4. gr.

Reglugerðarbreyting þessi sem sett er samkvæmt hafnalögum nr. 23/1994, með síðari breytingum, tekur þegar gildi.


Samgönguráðuneytinu, 16. október 2002.

Sturla Böðvarsson.
Jóhann Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica