Samgönguráðuneyti

707/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð um flutningaflug nr. 780/2001. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

707/2002

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um flutningaflug nr. 780/2001.

1. gr.

3. töluliður d-liðar 1. viðauka JAR-OPS 1.980, í II. hluta, skal hljóða svo:
Áður en flugmenn fá þjálfun og hefja starfrækslu annarrar tegundar eða afbrigðis skulu þeir hafa lokið þriggja mánaða og 150 fartíma flugi á grunnflugvélina, þar á meðal að minnsta kosti einu hæfniprófi flugrekanda.


2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 145. gr. og ákvæða IX. kafla laga um loftferðir nr. 60/1998 ásamt síðari breytingum, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.


Samgönguráðuneytinu, 3. október 2002.

Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica