Samgönguráðuneyti

491/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð um almannaflug nr. 488/1997. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Eftirfarandi orðskýringar bætast við grein 1.0:
Atvinnuflug (Commercial aviation). Almennt hugtak um flugstarfsemi sem stendur almenningi til boða gegn gjaldi.

Flutningaflug (Commercial air transport operation): Starfræksla loftfars sem felur í sér flutninga á farþegum, vörum eða pósti gegn endurgjaldi.

Eftirfarandi orðskýring fellur brott úr gr. 1.0:
Atvinnuflutningar (Commercial air transport Aviation).


2. gr.

Við grein 4.4.1 d) lið bætist eftirfarandi málsliður:
Við útreikninga á massa flugvélarinnar og staðsetningu þyngdarmiðju skal farið eftir flughandbók vélarinnar og skal nota raunmassa við útreikninga.


3. gr.

Eftirfarandi málsliður bætist við grein 4.8.1 eftir orðinu "fluginu": Fyrir hvert flug skal mæla, með kvarða eða á annan jafngildan hátt, eldsneytismagn á tönkum flugvélarinnar og niðurstaðan skráð sérstaklega og kvittað fyrir.


4. gr.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu samkvæmt 141. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.


5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 137. gr. sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.


Samgönguráðuneytinu, 26. júní 2002.

Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica