Samgönguráðuneyti

782/2001

Reglugerð um flug- og vinnutímamörk og hvíldartíma flugáhafna. - Brottfallin

1. gr.
Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um allt atvinnuflug á vegum aðila sem hafa leyfi til reksturs loftfara í atvinnuskyni, útgefið af Flugmálastjórn Íslands.

Reglugerð þessi gildir um flug á vegum íslenskra fyrirtækja og stofnana sem starfrækja loftför í þágu eigin starfsemi.

Reglugerð þessi gildir um kennsluflug.


2. gr.
Viðauki og skýringargögn.

Viðauki við reglugerð þessa, sem telst hluti hennar, hefur að geyma ákvæði Q-kafla JAR-OPS 1 um flug- og vinnutímamörk og hvíldartíma flugáhafna í flutningaflugi með flugvélum ásamt sérákvæðum um flugáhafnir í flutninga- og verkflugi með þyrlum. JAR-OPS 1 reglurnar sem unnar eru af Flugöryggissamtökum Evrópu, JAA eru gefnar út í tveimur þáttum. Viðauki við reglugerð þessa er 1. þáttur Q-kaflans við JAR-OPS 1. 2. þáttur hefur að geyma viðeigandi og tækar leiðir til að fullnægja skilyrðum 1. þáttar (iðulega nefnt "Acceptable Means of Compliance, AMC") ásamt leiðbeinandi skýringarefni ("Interpretative/Explanatory Material, IEM"). Víða í texta 1. þáttar er vísað til þessa skýringarefnis, en öðrum þætti Q-kafla JAR-OPS 1 og JAR-OPS 3 er ekki að fullu lokið af hendi JAA.


3. gr.
Undanþágur.

Flugmálastjórn Íslands getur veitt heimild til frávika frá ákvæðum þessarar reglugerðar, enda sé sérstökum ástæðum til að dreifa sem réttlæti slíkt og flugöryggi ekki stefnt í hættu að mati stofnunarinnar.


4. gr.
Refsiákvæði.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu skv. 141. gr. laga nr. 60/1998, um lofferðir.


5. gr.
Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi er sett skv. heimild í 4. mgr. 37. gr. sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 og öðlast þegar gildi. Jafnhliða fellur þá úr gildi auglýsing nr. 650/1997 um gildistöku reglna um flug- og vinnutímamörk og hvíldartíma flugáhafna með síðari breytingum.


Samgönguráðuneytinu, 16. október 2001.

Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.



VIÐAUKI I
1. þáttur
JAR-OPS 1

Q-KAFLI FLUG- OG VINNUTÍMAMÖRK OG REGLUR UM HVÍLDARTÍMA
JAR-OPS 1.1075 Almenn ákvæði.
(Sjá IEM OPS 1.1075)

a) Flugrekandi skal setja flug- og vinnutímamörk og leggja fram áætlanir um hvíldartíma fyrir flugverja.
b) Flugrekandi skal sjá til þess:
1) að flug- og vinnutímamörk og áætlanir um hvíldartíma séu í samræmi við ákvæði þessa kafla;
2) að flug sé skipulagt þannig að því ljúki innan leyfilegrar flugvaktar og sé þá reiknað með þeim tíma sem þarf til undirbúnings undir flugið, fartíma og við dvalartíma og eðli flugrekstrarins. (Sjá 2. tölul. b-liðar IEM OPS 1.1075); og
3) að vaktaskrár séu samdar og birtar (sjá 3. tölul. b-liðar IEM OPS 1.1075).
c) Hér á að vera eyða.
d) Flugverji skal ekki starfa um borð í flugvél ef hann veit eða grunar að hann sé haldinn þreytu eða telur líklegt að hann verði það eða finnst hann vera þannig á sig kominn að hann geti stofnað fluginu í hættu.
e) Flugrekandi skal tilnefna heimahöfn fyrir hvern flugverja.

JAR-OPS 1.1080 Orðskýringar.
Ennfrekar vísast um orðskýringar til JAR 1, skilgreiningar og orðskýringar og reglugerðar um flutningaflug JAR-OPS 1 (flugvélar) og JAR-OPS 3 (þyrlur).
a) Flugstarfið sjálft (Actual flight operation): Flugstarfið sjálft hefst þegar áhöfnin kemur á flugvakt og lýkur þegar hún fer af vakt.
b) Viðunandi aðstaða (Adequate facilities): Rólegur og þægilegur staður sem almenningur hefur ekki aðgang að.
c) Aukin flugáhöfn (Augmented flight crew): Flugáhöfn þar sem flugliðar eru fleiri en sá lágmarksfjöldi sem þarf til að starfrækja flugvélina og hver flugliði getur yfirgefið starfsstöð sína og annar flugliði með viðeigandi menntun og hæfni tekið við af honum.
d) Fartími (Flight time): Tíminn frá því að flugvél hreyfist af flugvélastæði sínu til að hefja flug og þar til hún stöðvast að því loknu á flugvélastæði sem henni hefur verið úthlutað eða þar til allir hreyflar hafa verið stöðvaðir.
e) Vinnuhlé (Break): Tímabil án vinnuskyldu, sem telst þó til vinnu þar eð það er styttra en hvíldartími.
f) Dagur (Day): 24 stunda tímabil (sólarhringur) sem hefst klukkan 0000 að máltíma (UTC).
g) Vinna (Duty): Öll störf sem flugverja ber að inna af hendi í tengslum við starfsemi handhafa flugrekandaskírteinis (AOC).
h) Vakt (Duty period): Tímabil sem hefst þegar flugverja ber að mæta til vinnu samkvæmt fyrirmælum flugrekanda og lýkur þegar flugverjinn er laus við alla vinnuskyldu.
i) Flugvakt (Flight duty period, FDP): Tímabil sem hefst þegar starfandi flugverja ber að mæta til vinnu sem felur í sér flug og endar í lok fartíma í lokafluginu þar sem flugverjinn er starfandi flugverji.
j) Heimahöfn (Home base): Staður sem flugrekandi tilnefnir fyrir flugliða og þar sem flugliði alla jafna hefur og lýkur vakt eða röð vakta, en við venjulegar aðstæður er flugrekanda ekki skylt að sjá viðkomandi flugliða fyrir gistiaðstöðu þar.
k) Staðardagur (Local day): 24 stunda tímabil (sólarhringur) sem hefst klukkan 0000 að staðartíma.
l) Boðunartími (Notification time): Tímabil frá því að flugliði á bakvakt fær boð flugrekanda um að mæta til vinnu og þar til hann á að vera mættur í vinnuna.
m) Starfandi flugverji (Operating crew member): Flugverji sem starfar um borð í flugvél á flugi eða einhverjum hluta flugsins.
n) Val flugmálayfirvalda: Réttur flugmálayfirvalda til að velja annan kost sem mælt er fyrir um í kröfunum, á almennum grundvelli sem nær til landsins alls eða á jafnræðisgrundvelli fyrir einstaka flugrekendur.
o) Flutningur á flugverjum (Positioning): Flutningur á flugverjum frá einum stað til annars samkvæmt fyrirmælum flugrekanda, að undanskildum ,,ferðatíma til/frá hvíldarstað" samkvæmt skilgreiningu í v-lið hér á eftir.
p) Mætingartími (Reporting time): Sá tími þegar flugverja er skylt að mæta til vinnu samkvæmt fyrirmælum flugrekanda.
q) Hvíldartími (Rest period): Órofið og afmarkað tímabil þar sem flugverji er laus við alla vinnuskyldu og/eða bakvaktir.
r) Skipt vakt (Split duty): Flugvakt sem skiptist í tvær vaktir með vinnuhléi á milli.
s) Bakvakt (Standby): Afmarkað tímabil þar sem flugverji er ekki að störfum en verður að vera til taks fái hann fyrirmæli frá flugrekanda um að mæta til vinnu án undanfarandi hvíldartíma.
t) Viðeigandi gistiaðstaða (Suitable accomodation): Svefnherbergi búið viðeigandi húsgögnum, ætlað einum manni ef flugverji æskir þess, þar sem hávaði er í lágmarki, loftræsting er góð og búnaður til að stjórna lýsingu og hitastigi.
u) Tímamunur (Time difference): Munurinn á staðartíma tveggja staða (án tillits til ,,sumartíma").
v) Ferðatími til/frá hvíldarstað (Travelling): Allur tími sem telja má eðlilegt að áætla í ferðir flugverja milli hvíldarstaðar sem flugrekandi sér honum fyrir og vinnustaðar og öfugt.

JAR-OPS 1.1085 Takmarkanir - flugáhöfn.

a) Fartímar.
1) Flugrekandi skal sjá til þess að samanlagðir fartímar sem hverjum flugverja eru ætlaðir sem starfandi flugverja í flugi fari ekki yfir:
i) 900 klukkustundir á hverju samfelldu 12 mánaða tímabili; og
ii) 100 klukkustundir á hverju samfelldu 28 daga tímabili.
2) Flugrekandi skal sjá til þess að lengsti órofni fartími sem tveggja manna flugáhöfn er ætlaður á sömu flugvakt fari ekki yfir eftirfarandi:

Tafla 1 Lengsti órofni fartími - tveir menn í flugáhöfn
Mætingartími milli
Lengsti órofni fartími
0700-1359
11 klukkustundir
1400-1759
10 klukkustundir
1800-0459
9 klukkustundir
0500-0659
10 klukkustundir


b) Vaktir.
1) Flugrekandi skal sjá til þess að samanlagðar vaktir sem flugliða eru ætlaðar fari ekki yfir:
i) 2000 klukkustundir á hverju samfelldu 12 mánaða tímabili;
ii) 190 klukkustundir á hverju samfelldu 28 daga tímabili; og
iii) 55 klukkustundir á hverju samfelldu 7 daga tímabili. Þessa tölu má þó hækka í 58 klukkustundir ef ófyrirséð seinkun verður á vakt sem hafin er samkvæmt vaktaskrá og felst í röð vakta.
2) Flugverjar sem starfa ekki fyrst og fremst á flugvöktum eru undanþegnir þeim takmörkunum sem mælt er fyrir um í 1. tölul. b-liðar hér að framan nema 7 daga takmörkunum fyrir og á meðan á flugvakt eða röð flugvakta stendur.
c) Flugvaktir.
1) Leyfilegar flugvaktir, sem fara eftir mætingartíma og fjölda lendinga, eru gefnar upp í töflunum hér á eftir. Mætingartími er gefinn upp sem staðartími á mætingarstað.

Tafla 2 - Leyfilegar flugvaktir - fleiri en einn flugmaður í áhöfn
Mætingartími
Fjöldi lendinga sem starfandi flugliði
1-2
3
4
5
6
7
8
>=9
(a)
(b)
(c)
(d)
(e)
(f)
(g)
(h)
0700-1159
1400
1315
1230
1145
1100
1015
0930
0900
1200-1359
1330
1245
1200
1115
1030
0945
0900
0900
1400-1559
1300
1215
1130
1045
1000
0915
0900
0900
1600-1759
1230
1145
1100
1015
0930
0900
0900
0900
1800-0359
1200
1115
1030
0945
0900
0900
0900
0900
0400-0459
1230
1145
1100
1015
0930
0900
0900
0900
0500-0559
1300
1215
1130
1045
1000
0915
0900
0900
0600-0659
1330
1245
1200
1115
1030
0945
0900
0900



Tafla 3 - Leyfilegar flugvaktir - einn flugmaður í áhöfn
Mætingartími
Fjöldi lendinga sem starfandi flugliði
1-4
5
6
>=7
(a)
(b)
(c)
(d)
0700-1159
1000
0915
0830
0800
1200-1359
0930
0845
0800
0800
1400-1559
0930
0815
0800
0800
1600-1759
0830
0800
0800
0800
1800-0359
0800
0800
0800
0800
0400-0459
0830
0800
0800
0800
0500-0559
0900
0815
0800
0800
0600-0659
0930
0845
0800
0800


2) Mætingartímana í töflu 2 og 3 má færa í heild fram eða aftur um eina klukkustund að vali flugmálayfirvalda.
3) Að vali flugmálayfirvalda er heimilt að leyfa þriðju lendingu á flugvakt sem reiknuð er út í samræmi við a-dálk í töflu 2, með fyrirvara um að slíkt gerist ekki oftar en tvisvar á 7 daga samfelldu tímabili.
4) Hækka má tölurnar sem fást úr töflu 2 annaðhvort með því að:
i) skipta vakt eins og mælt er fyrir um í JAR-OPS 1.1105; eða
ii) fjölga í flugáhöfn eins og mælt er fyrir um í e-lið hér á eftir.
5) Hækka má tölurnar sem fást úr töflu 3 með því að skipta vakt.
6) Þegar um er að ræða flug sem einn flugmaður stjórnar og fer að öllu leyti fram samkvæmt sjónflugsreglum skal miða leyfilega flugvakt við a-dálk í töflu 3 enda þótt lendingafjöldi sé ekki takmarkaður í þessu tilviki. Ef lendingafjöldi fer hins vegar yfir meðaltöluna 4 á klukkustund skal taka að minnsta kosti 30 mínútna vinnuhlé á hverjum samfelldum 3 tímum.
d) Blandað flug/tegund flugrekstrar.
1) Flugvélar og þyrlur - Ef flugliði starfar bæði í flugvélum og þyrlum skal flugrekandi fá samþykki flugmálayfirvalda fyrir flug- og vinnutímamörkum og áætlunum um hvíldartíma sem byggjast á Q-kafla JAR-OPS 1 og JAR-OPS 3.
2) Flughermis- og æfingaflug vegna flugvélaskipta/reglubundinnar flugþjálfunar - Flugrekandi skal sjá til þess að fari flugliði annaðhvort í flughermis- eða æfingaflug áður en hann fer í flutningaflug á sömu flugvakt sé sá tími tvöfaldaður þegar tímamörk flugvaktar í samræmi við c-lið hér að framan eru reiknuð út. Ekki þarf að taka tillit til fjölda lendinga í flughermis- og æfingaflugi.
3) Einn/fleiri en einn flugmaður í áhöfn - Ef einn flugmaður flýgur ýmist sem eini flugmaðurinn í áhöfn eða í áhöfn með öðrum flugmanni eða fleiri á einni og sömu flugvakt gilda þrengri mörkin í töflu 2 og 3 hér að framan.
e) Aukin flugáhöfn - Flugrekandi skal sjá til þess:
1) án tillits til mætingartíma:
i) ef fjölgað er í flugáhöfn þar sem fyrir eru að minnsta kosti tveir flugmenn til að lengja flugvakt, sem er í samræmi við töflu 2 hér að framan, þannig að hver flugliði geti farið af starfsstöð sinni í að minnsta kosti 50% af samanlögðum fartíma í öllu flugi á flugvaktinni, að flugvaktin fari ekki yfir 18 klukkustundir (Sjá 1. tölul. e-liðar IEM OPS 1.1085); eða
ii) ef fjölgun í flugáhöfn er minni en í 1. tölul. hér að framan, að flugvaktin fari ekki yfir 16 klukkustundir;
2) að á áætlun aukinnar flugáhafnar séu ekki fleiri en 2 lendingar á sömu flugvakt, eða 3 lendingar að vali flugmálayfirvalda, að því tilskildu að a. m. k. eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:
i) fartíminn fyrir einn legg skal vera 2 klukkustundir eða skemmri; og
ii) hvíldartíminn strax á eftir þeirri flugvakt sem var upprunalega reiknuð út í samræmi við JAR-OPS 1.1110 skal lengdur um 6 klukkustundir; og
3) að um borð sé hvíldaraðstaða fyrir flugliða í hvíld. (Sjá 3. tölul. e-liðar AMC & IEM OPS 1.1085/ i-lið 1. tölul. c-liðar AMC & IEM OPS 1.1090.)

JAR-OPS 1.1090 Takmarkanir - þjónustuáhöfn.

a) Vaktir.
1) Flugrekandi skal sjá til þess að samanlagðar vaktir sem þjónustuáhöfn eru ætlaðar fari ekki yfir:
i) 2000 klukkustundir á hverju samfelldu 12 mánaða tímabili;
ii) 190 klukkustundir á hverju samfelldu 28 daga tímabili; og
iii) 60 klukkustundir á hverju samfelldu 7 daga tímabili. Þessa tölu má þó hækka í 63 klukkustundir ef ófyrirséð seinkun verður á vakt sem hafin er samkvæmt skrá og felst í röð vakta.
2) Flugverjar sem starfa ekki fyrst og fremst á flugvöktum eru undanþegnir þeim takmörkunum sem mælt er fyrir um í 1. tölul. hér að framan nema 7 daga takmörkunum áður en og meðan á flugvakt eða röð flugvakta stendur.
b) Flugvaktir.
1) Leyfilegar flugvaktir, sem fara eftir mætingartíma og fjölda lendinga, eru gefnar upp í töflunum hér á eftir. Mætingartími er gefinn upp sem staðartími á mætingarstað.

Tafla 4 - Leyfilegar flugvaktir - þjónustuáhöfn
Mætingartími
Fjöldi lendinga sem starfandi þjónustuliði
1-2
3
4
5
6
7
8
>=9
(a)
(b)
(c)
(d)
(e)
(f)
(g)
(h)
0700-1159
1400
1315
1230
1145
1100
1015
0930
0900
1200-1359
1330
1245
1200
1115
1030
0945
0900
0900
1400-1559
1300
1215
1130
1045
1000
0915
0900
0900
1600-1795
1230
1145
1100
1015
0930
0900
0900
0900
1800-0359
1200
1115
1030
0945
0900
0900
0900
0900
0400-0459
1230
1145
1100
1015
0930
0900
0900
0900
0500-0559
1300
1215
1130
1045
1000
0915
0900
0900
0600-0659
1330
1245
1200
1115
1030
0945
0900
0900

2) Mætingartímana í töflu 4 má færa í heild fram eða aftur um eina klukkustund að vali flugmálayfirvalda.
3) Að vali flugmálayfirvalda er heimilt að leyfa þriðju lendingu á flugvakt sem reiknuð er út í samræmi við a-dálk í töflu 4, með fyrirvara um að slíkt gerist ekki oftar en tvisvar á samfelldu 7 daga tímabili.
4) Hækka má tölurnar sem fást úr töflu 4 annaðhvort með því að:
i) skipta vakt eins og mælt er fyrir um í JAR-OPS 1.1105; eða
ii) lengja leyfilegar flugvaktir eins og mælt er fyrir um í c-lið hér á eftir.
5) Ef mætingartími þjónustuáhafnar er allt að einni klukkustund á undan mætingartíma flugliða í sama flugi eða röð fluga á sömu flugvakt er flugrekanda heimilt að miða leyfilega flugvakt og eftirfylgjandi hvíldartíma við mætingartíma flugáhafnarinnar.
6) Ef munurinn á mætingartíma þjónustuliða og flugliða sem eru að byrja flugvakt í sama flugi er meiri en ein klukkustund skal miða flugvaktina við mætingartíma þjónustuliðanna og reikna hana út í samræmi við töflu 4 hér að framan.
c) Lenging leyfilegra flugvakta - Ef flugrekandi lengir leyfilega flugvakt þjónustuliða skal hann sjá til þess:
1) að flugvaktin fari ekki yfir 18 klukkustundir, án tillits til mætingartíma, að því tilskildu:
i) að um borð sé hvíldaraðstaða fyrir þjónustuliða í hvíld (Sjá 3. tölul. e-liðar IEM OPS 1.1085/ i-lið 1. tölul. c-liðar IEM OPS 1.1090); og
ii) að hver þjónustuliði sé leystur undan öllum störfum á hluta af fluginu (Sjá ii-lið 1. tölul. c-liðar AMC OPS 1.1090); og
2) að ekki séu nema 2 lendingar á sömu flugvakt, eða 3 að vali flugmálayfirvalda.


JAR-OPS 1.1095 Flutningur á flugverjum.


Flugrekandi skal sjá til þess að allur tími sem fer í flutning á flugverjum teljist til vinnu.

JAR-OPS 1.1100 Mætingartími.


Flugrekandi skal tilgreina mætingartíma sem eru raunhæfir miðað við þann tíma sem þarf til undirbúnings fyrir flugið, þó eigi síðar en 60 mínútum fyrir upphaf áætlaðs fartíma nema flugmálayfirvöld hafi samþykkt annað.


JAR-OPS 1.1105 Skipt vakt.
(Sjá IEM OPS 1.1105)

a) Ef flugvakt er skipt í tvær vaktir og á milli er afmarkað vinnuhlé sem flugverjum hefur fyrirfram verið tilkynnt um er flugrekanda heimilt að lengja áætlaða leyfilega flugvakt, sem mælt er fyrir um í töflum 2 og 3 í JAR-OPS 1.1085 eða töflu 4 í JAR-OPS 1.1090 eftir því sem við á, í samræmi við töflu 5 hér á eftir, að því tilskildu að skilyrðin sem mælt er fyrir um í b-, c- og d-lið hér á eftir séu uppfyllt.

Tafla 5 - Lenging vaktar vegna skiptrar vaktar
Samfellt vinnuhlé í klukkustundum (a)
Lenging flugvaktar (b)
0 – 2 klst. 59 mín.
Engin
3 klst. – 6 klst. 59 mín.
½ lengd vinnuhlés
7 klst. – 10 klst. 59 mín.
2¤3 lengdar vinnuhlés eða 1 ½ lengd vinnuhlés ef að minnsta kosti sjö klukkustundir vinnuhlésins falla milli 2000-0800 að staðartíma þar sem vinnuhléið er tekið.


b) Flugrekandi skal sjá til þess að hvor hluti flugvaktar fyrir og eftir vinnuhlé fari ekki yfir 10 klukkustundir og að samanlagður tími flugvaktar, sem er lengd í samræmi við töflu 5 hér að framan, fari ekki yfir 20 klukkustundir.
c) Flugrekandi skal sjá til þess að skipt vakt sé ekki tengd aukinni flugáhöfn eða, þegar um þjónustuáhöfn er að ræða, lengingu leyfilegrar flugvaktar.
d) Flugrekandi skal sjá til þess:
1) ef vinnuhlé er 6 klukkustundir eða lengra, eða 3 klukkustundir eða lengra á tímabilinu milli 2200 - 0600 að staðartíma þar sem vinnuhléið er tekið, að viðeigandi gistiaðstaða sé fyrir hendi. Í öllum öðrum tilvikum skal séð fyrir viðunandi aðstöðu;
2) ef vinnuhlé er styttra en 8 klukkustundir, að allt hléið sé talið með að því er varðar uppsafnaða vaktatíma eins og mælt er fyrir um í b-lið JAR-OPS 1.1085 og a-lið JAR-OPS 1.1090. Ef hléið er 8 stundir eða lengra eru 50% hlésins talin með;
3) að ekki sé nema eitt vinnuhlé á flugvakt;
4) ef samanlagður ferðatími báðar leiðir milli vinnustaðar og viðunandi aðstöðu eða viðeigandi gistiaðstöðu er lengri en ein klukkustund, að allur ferðatími til/frá hvíldarstað sem er umfram þá klukkustund sé dreginn frá vinnuhléinu til að reikna út lengda flugvakt; og
5) að tímamunurinn milli staðarins þar sem vinnan hefst og staðarins þar sem vinnuhlé er tekið sé ekki meiri en 2 klukkustundir.

JAR-OPS 1.1110 Ákvæði um hvíld.

a) Flugrekandi skal sjá til þess:
1) að áður en flugvakt hefst hafi flugverji fengið að minnsta kosti jafnlangan hvíldartíma og undanfarandi vakt hans stóð eða 11 klukkustundir eftir því hvort er lengra (Sjá a-lið IEM OPS 1.1110); og
2) að lágmarkshvíldartími eftir flugvakt þar sem notuð var áunnin lenging vaktar vegna skiptrar vaktar sé að minnsta kosti jafnlangur og samanlagður tími flugvaktar, að vinnuhléi meðtöldu, en þó þannig að við útreikning á hvíldartíma þurfi ekki að taka tillit til lengdar vinnuhlés ef séð var fyrir viðeigandi gistiaðstöðu.
b) Flugrekanda er heimilt að stytta hvíldartíma, sem er reiknaður út í samræmi við 1. tölul. a-liðar hér að framan, um 3 klukkustundir hið mesta en þó má hann ekki verða skemmri en 11 klukkustundir nema í tilvikum sem kveðið er á um í f-lið hér á eftir, með þeim fyrirvara:
1) að undanfarandi hvíldartíma samkvæmt 1. tölul. a-liðar hér að framan sé lokið;
2) að tímanum sem hvíldartíminn er styttur um sé bætt við næsta hvíldartíma sem ekki má stytta;
3) að tíminn sem hvíldartíminn er styttur um sé dreginn frá næstu leyfilegu flugvakt; og
4) ekki má stytta hvíldartímann næst á undan eða eftir skiptri vakt.
c) Flugrekandi skal sjá til þess að lámarkshvíldartímunum sem mælt er fyrir um í a- og b-lið hér að framan sé fjölgað í að minnsta kosti:
1) 36 stundir á 7 daga samfelldu tímabili; eða
2) 60 stundir á 10 daga samfelldu tímabili (Sjá c-lið IEM OPS 1.1110).
d) Flugrekandi skal sjá til þess að flugverjar fái frídaga þar sem þeir eru lausir við alla vinnuskyldu og bakvaktir og að tilkynnt sé fyrirfram um frídagana, sem hér segir (Sjá d-lið IEM OPS 1.1110):
1) 7 staðardaga í hverjum almanaksmánuði, sem geta innifalið tilskilin hvíldartímabil; og
2) að minnsta kosti 24 staðardaga á hverjum almanaksársfjórðungi, sem geta innifalið tilskilin hvíldartímabil.
e) Flugrekandi skal sjá áhöfn fyrir viðeigandi gistiaðstöðu þegar taka þarf hvíldartíma fjarri heimahöfn.
f) Flugrekandi skal sjá til þess:
1) ef samanlagður ferðatími báðar leiðir milli vinnustaðar og viðeigandi gistiaðstöðu sem flugrekandi sér fyrir er lengri en 2 klukkustundir, að öllum ferðatíma til/frá hvíldarstað umfram það sé bætt við lágmarkshvíldartímann; eða
2) ef samanlagður ferðatími báðar leiðir milli vinnustaðar og viðeigandi gistiaðstöðu sem flugrekandi sér fyrir er skemmri en 1 ½ klukkustund, að draga megi mismuninn frá lágmarkshvíldartímanum en tíminn í gistiaðstöðunni skal þó ekki vera skemmri en 10 klukkustundir.
g) Flugrekandi skal sjá til þess að ef, einhvern tíma á samfelldu 7 daga tímabili:
1) einhver hluti þriggja eða fleiri vakta á áætlun fellur innan tímabilsins 0100 - 0659 að staðartíma á mætingarstað, en þær má að vali flugmálayfirvalda færa fram um eina heila klukkustund; og
2) tímamunurinn milli hverra tveggja staða þar sem áhöfnin tók sér hvíld er minni en 4 klukkustundir, þá sé 36 stunda samfelldur hvíldartími sem gefinn er kostur á og mælt er fyrir um í 1. tölul. c-liðar hér að framan lengdur í 48 stundir, en viðbótarstundirnar 12 sem lengja hvíldartímann í 48 stundir þurfa ekki að falla innan 7 daga tímabilsins.
h) Ef g-liður hér að framan gildir skal flugrekandi ekki velja þann kostinn að nota 60 stunda hvíldartíma sem mælt er fyrir um í 2. tölul. c-liðar hér að framan.

JAR-OPS 1.1115 Hér á að vera eyða.

JAR-OPS 1.1120 Tímamunur.
(Sjá AMC OPS 1.1120)

Ef tímamunur milli tveggja staða þar sem vakt hefst og endar er 4 klukkustundir eða meiri skal flugrekandi taka tillit til áhrifanna sem þetta getur haft á flugverja með því að tiltaka lengri hvíld.
JAR-OPS 1.1125 Bakvakt.

a) Kjósi flugrekandi að hafa áhafnir á bakvakt skal hann:
1) setja eftirfarandi tímamörk á bakvaktir flugverja;

Tafla 6 - Tímamörk fyrir bakvakt
Boðunartími (a)
Lengsta bakvakt (b)
0 – 5 klst. 59 mín.
12 klst.
6 klst. eða meira
18 klst.


2) sjá til þess að viðeigandi gistiaðstaða sé fyrir hendi ef:
i) flugverji er settur á bakvakt fjarri heimahöfn; eða
ii) bakvakt er tekin á flugvelli;
3) tilkynna flugverja hvenær bakvakt hefst, hvenær henni lýkur og hver lágmarksboðunartími er;
4) sjá til þess að eftirfarandi sé talið með í heildartíma vaktanna sem mælt er fyrir um í b-lið JAR-OPS 1.1085 eða a-lið JAR-OPS 1.1090, eftir því sem við á:
i) 50% af bakvaktartíma hvers flugverja (að frátöldum fyrstu 4 klukkustundum bakvaktar sem er tekin heima); og
ii) ef flugverji er boðaður til vinnu, 50% alls boðunartíma sem er undir 10 klukkustundum;
5) sjá til þess, ef flugverji er settur á bakvakt í beinu framhaldi af vakt og án hvíldar þar á milli, að vaktar- og bakvaktartímarnir séu lagðir saman og bætt við:
i) flugvakt sem kemur í beinu framhaldi þar á eftir; eða
ii) vakt sem kemur í beinu framhaldi þar á eftir;
6) sjá til þess að flugverji sem lýkur bakvakt án þess að vera kallaður á vakt fái að minnsta kosti 10 klukkustunda hvíldartíma áður en næsta vakt eða bakvakt hans hefst.
b) Flugrekandi skal sjá til þess, ef seinkun verður á flugi áður en flugverji fer af hvíldarstað þann dag sem flug er áætlað, að flugverjinn teljist vera á bakvakt sem hefst á upphaflega áætluðum mætingartíma. Þegar svo er skal flugrekandi tilgreina boðunartíma.

JAR-OPS 1.1130 Ófyrirséðar aðstæður í flugstarfinu sjálfu.

a) Í flugstarfinu sjálfu, sem hefst á mætingartíma, er heimilt að breyta takmörkunum um flugvaktir, vinnu- og hvíldartíma, sem mælt er fyrir um í þessum kafla, ef ófyrirséðar aðstæður koma upp. Flugstjórinn þarf að geta fallist á breytingarnar, að höfðu samráði við alla hina flugverjana, og þær verða jafnan að vera í samræmi við eftirfarandi:
1) ekki er heimilt að lengja leyfilega flugvakt um meira en 2 klukkustundir nema:
i) fjölgað hafi verið í flugáhöfn og er þá heimilt að lengja leyfilega flugvakt um 3 klukkustundir hið mesta; eða
ii) þegar um þjónustuáhöfn er að ræða, leyfileg flugvakt hafi verið lengd í samræmi við c-lið JAR-OPS 1.1090 og er þá heimilt að lengja leyfilega flugvakt um 3 klukkustundir hið mesta;
2) skapist ófyrirséðar aðstæður eftir flugtak í lokaflugi flugvaktar, sem leiða til þess að farið er fram yfir leyfilega lengingu, er heimilt að halda fluginu áfram til ákvörðunarflugvallar eða varaflugvallar á áætlun; og
3) heimilt er að stytta hvíldartímann um 2 klukkustundir hið mesta en þó má hann ekki verða skemmri en 10 ½ klukkustund, að því tilskildu að fyrri hvíldartími sama flugverja hafi ekki verið styttur. Bæta verður tímanum sem hvíldartíminn er styttur um við næsta hvíldartíma sem ekki er leyfilegt að stytta.
b) Komi upp ófyrirséð staða, eftir að flugvakt hefst, sem leiðir til þess að flugrekandi lætur flugverja taka sér vinnuhlé skal viðkomandi flugverja/flugverjum tilkynnt um það áður en vinnuhléið hefst og gilda þá ákvæðin um skipta vakt sem mælt er fyrir um í JAR-OPS 1.1105.
c) Ef ófyrirséðar aðstæður valda því að vakt sem samkvæmt áætlun lá utan tímabilsins 0100 - 0659 að staðartíma á mætingarstað fellur meira en eina klukkustund innan þess tímabils skal flugrekandi sjá til þess að farið sé að ákvæðum g- og h-liðar JAR-OPS 1.1110.
d) Flugrekandi skal sjá til þess að:
1) flugstjórinn gefi flugrekanda jafnan skýrslu ef flugvakt er lengd eða hvíldartími styttur í flugstarfinu sjálfu; og
2) ef flugvakt er lengd eða hvíldartími styttur um meira en eina klukkustund, þá sé afrit af skýrslunni ásamt tilskilinni umsögn flugrekanda um skýrsluna sent flugmálayfirvöldum eigi síðar en 28 dögum eftir atburðinn.

JAR-OPS 1.1135 Flugvaktaskrár, vinnu- og hvíldartímaskrár.
(Sjá AMC OPS 1.1135)

a) Flugrekandi skal sjá til þess að haldnar séu nógu nákvæmar skrár fyrir hvern flugverja um:
1) fartíma hans;
2) flugvaktir;
3) vaktir; og
4) hvíldartíma og staðardaga þar sem hann er laus við alla vinnuskyldu, til að tryggja að farið sé að ákvæðum þessa kafla.
b) Flugverji sem starfar sjálfstætt og/eða er í lausamennsku eða á eigin vegum skal halda sérstaka skrá, eftir því sem við á, um:
1) fartíma sína;
2) flugvaktir;
3) vaktir; og
4) hvíldartíma og staðardaga þar sem hann er laus við alla vinnuskyldu, sem hann skal framvísa, áður en hann byrjar á flugvakt, hjá öllum flugrekendum sem nýta sér þjónustu hans (sjá b-lið AMC OPS 1.1135).

Sérákvæði um flug- og vinnutímamörk og hvíldartíma flugáhafna í flutninga- og verkflugi með þyrlum.

JAR-OPS 3.1080 Orðskýringar.

(1) Fartími þyrlu (Helecopter flight time): Tíminn frá því að þyrla hefst af stæði sínu eða hleðslustað hvort sem er síðar til að hefja flug þar til hún stöðvast á stæði sínu eða afhleðslustað hvort sem er fyrr. Loftakstur þyrlu og sá tími sem þyrlar eru í gangi teljast til fartíma þyrlu.

JAR-OPS 3.- - - - Sérákvæði um takmarkanir á vinnu- og flugtíma í þyrlurekstri.

a) Fartímar á þyrlu.
1) Flugrekandi skal sjá til þess, að samanlagðir fartímar, sem hverjum flugverja eru ætlaðir sem starfandi flugverja í flugi fari ekki yfir:
i) 800 klst. á hverju samfelldu 12 mánaða tímabili; og
ii) 90 klst. á hverju samfelldu 28 daga tímabili; og
iii) 35 klst. á hverju samfelldu 7 daga tímabili.
2) Flugrekandi skal sjá til þess að að á hverju samfelldu 28 daga tímabili séu flugvaktstundir ekki fleiri en 170 og ekki fleiri en 60 á hverju samfelldu 7 daga tímabili.
3) Leyfileg lengd flugvaktar og lengd fartíma á hverri vakt, skal taka mið af upphafstíma sem hér segir:
i) 06:00-06:59 Vaktin má vara 9 klst. þ.a. fartími 6 klst.
ii) 07:00-13:59 Vaktin má vara 10 klst. þ.a. fartími 7 klst.
iii) 14:00-21:59 Vaktin má vara 9 klst. þ.a. fartími 6 klst.
iv) 22:00-05:59 Vaktin má vara 8 klst. þ.a. fartími 5 klst.
b) Sérregla um stutt síendurtekin flug með þyrlu.
Flugrekandi skal sjá til þess, að þegar flogin eru stutt síendurtekin flug með þyrlu, þar sem lent er 5 sinnum á hverri klst. eða oftar, þá fái áhöfnin a.m.k 30 mínútna hvíldarhlé á hverjum þremur klst. af flugvaktinni.
Hámarksfjöldi lendinga má ekki fara fram úr 60 á hverri flugvakt að degi til, og ekki fram úr 30 á hverri flugvakt að nóttu, þannig að hver lending eftir að dimmir eða áður en birtir, telur sem tvær í þessu tilliti.
c) Heimilt skal að útfæra ákvæði þessarar greinar nánar í flugrekstrarhandbók hlutaðeigandi flugrekanda, en gætt skal í því sambandi reglna JAR-OPS 3.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica