Samgönguráðuneyti

491/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gjöld fyrir skoðun, skráningu, mælingu skipa o.fl., nr. 106/2001. - Brottfallin

491/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um gjöld fyrir skoðun, skráningu,
mælingu skipa o.fl., nr. 106/2001.

1. gr.

Á eftir 8. gr. kemur ný grein sem verður 9. gr. með fyrirsögninni "Skírteini vegna farþegaskipa og flutningaskipa" og breytist greinatala til samræmis, svohljóðandi:
Útgáfa alþjóðlegs atvinnuskírteins (STCW) til starfa á farþegaskipum og flutningaskipum kr. 7.500. Hafi umsækjandi gilt íslenskt atvinnuskírteini skal greiða kr. 2.500.
Útgáfa áritunar vegna viðurkenningar á erlendu alþjóðlegu atvinnuskírteini (STCW) á farþegaskipum og flutningaskipum kr. 7.500.
Útgáfa undanþágu til starfa á farþegaskipum og flutningaskipum til allt að 6 mánaða kr. 7.500.
Útgáfa öryggismönnunarskírteinis fyrir farþegaskip og flutningaskip kr. 9.500.
Fyrir endurnýjun framantalinna leyfa og skírteina skal greiða kr. 1.500.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 14. gr. laga um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa nr. 76/2001, staðfestist hér með til að öðlast gildi 1. júlí og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.


Samgönguráðuneytinu, 22. júní 2001.

Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica