Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Stofnreglugerð

230/1989

Reglugerð um þjóðvegi í kaupstöðum og kauptúnum

1. gr.

Í kaupstöðum og kauptúnum með 200 íbúa og fleiri skulu vegir og götur teljast þjóðvegir samkvæmt 30. gr. vegalaga nr. 6/1977, svo sem hér segir (númer þjóðvegar er tilgreint í sviga eftir því sem við á).

Vík í Mýrdal:

Suðurlandsvegur (1) frá eystri tengingu að söluskála Kaupfélags Vestur-Skaftfellinga (KVS) um Austurveg að ristarhliði norðan gatnamóta upp á Reynisfjall. Víkurbraut frá Suðurlandsvegi (1) austan Víkurár að verslunarhúsum KVS.

Hvolsvöllur:

Suðurlandsvegur (1) frá Hlíðarvegi að Hvolsgötu. Fljótshlíðarvegur (261) frá Suðurlandsvegi (1 ) um Hlíðarveg að Öldubakka.

Hella:

Þrúðvangur frá Suðurlandsvegi ( 1 ) norður fyrir hús Kaupfélagsins Þórs.

Vestmannaeyjar:

Skildingavegur frá Básaskersbryggju. Heiðarvegur, neðri hluti Strembugötu og Dalvegur að Smáragötu. Strandvegur frá Skildingavegi að Hlíðavegi (Stórhöfðavegi).

Stokkseyri:

Gaulverjabæjarvegur (33) frá Baldurshaga að Kaðalstöðum. Holtavegur (314) frá Pálsbæ að Gaulverjabæjarvegi (33).

Eyrarbakki:

Álfsstétt (343) frá Túngötu að Eyrargötu og um Eyrargötu, Búðarstíg og Hafnarbrú að Túngötu.

Selfoss:

Suðurlandsvegur (1) frá vegamótum Laugardælavegar vestri um Austurveg að Ölfusárbrú. Eyrarbakkavegur (34) frá Suðurlandsvegi ( 1 ) um Eyrarveg að Selósi sf. (Eyrarvegur 5l ).

Hveragerði:

Breiðamörk frá Suðurlandsvegi ( 1 ) upp að Grýlu. Greinarmörk frá Suðurlandsvegi ( 1 ) að Þelamörk og Þelamörk frá Grænumörk að Laufskógum.

Þorlákshöfn:

Þorlákshafnarvegur (38) frá fiskverkunarhúsi Glettings hf., um Óseyrarbraut að syðri hafnargarði.

Grindavík:

Grindavíkurvegur (43) frá Gerðavöllum um Víkurbraut að Ránargötu og um Ránargötu frá Víkurbraut að höfn. Ísólfsskólavegur (427) um Austurveg frá Ránargötu að Hafnargötu.

Sandgerði:

Garðskagavegur (45) frá tenginu að bræðsluverksmiðju um Garðveg að Strandgötu og um Strandgötu að Reykjanesbraut (41).

Gerðar, Gerðahreppi:

Garðskagavegur (45) frá vegi að Réttarholti um Garðbraut að Skagabraut. Skagabraut frá Garðskagavegi (45) að vegamótum utan Hofs. Gerðavegur frá Garðskagavegi (45) að hafnargarði.

Keflavík:

Víknavegur (46) frá mörkum Njarðvíkurbæjar um Flugvallarveg og Hringbraut að Vesturbraut. Hafnargata frá Flugvallarvegi að Víkurbraut og Víkurbraut frá Hafnargötu að hafnarvog. Aðalgata frá Hringbraut að Reykjanesbraut (41).

Njarðvík:

Víknavegur (46) frá Sjávargötu að mörkum Keflavíkurbæjar. Sjávargata frá Víknavegi (46) að Hafnarbraut og Hafnarbraut frá Sjávargötu að hafnargarði. Njarðvíkurbraut frá Njarðvíkurvegi (422) að Brynjólfi hf.

Vogar á Vatnsleysuströnd:

Vogavegur (421) frá gatnamótum Vatnsleysustrandarvegar (420) um Hafnargötu að hafnargarði.

Hafnarfjörður:

Reykjavíkurvegur frá Hafnarfjarðarvegi (40) í Engidal. Fjarðargata og Strandgata að Ásbraut. Ásbraut frá Strandgötu að Reykjanesbraut (41 ). Flatahraun milli Reykjavíkurvegar og Hafnarfjarðarvegar (40). Lækjargata milli Strandgötu og Reykjanesbrautar (41).

Bessastaðahreppur:

Álftanesvegur (416) frá Bessastaðavegi (415) um Norðurnesveg að vegamótum hjá Landakoti.

Garðabær:

Vífilsstaðavegur (412) milli Hafnarfjarðarvegar (40) og Reykjanesbrautar (41 ). Bæjarbraut milli Vífilsstaðavegar (412) og Arnarnesvegar (411 ).

Kópavogur:

Nýbýlavegur frá Sæbólsbraut að Reykjanesbraut (41 ). Fífuhvammsvegur frá Reykjanesbraut (41) að Arnarnesvegi (411) með tengingu á Hafnarfjarðarveg (4(1).

Reykjavík:

Eiðsgrandi frá mörkum Seltjarnarneskaupstaðar; Ánanaust; Hringbraut, Miklabraut og Vesturlandsvegur (1) að Höfðabakka; Kringlumýrarbraut frá Sætúni að Fossvogslæk;

Sætún, Kleppsvegur, Elliðavogur og Reykjanesbraut (41) að Breiðholtsbraut;

Breiðholtsbraut frá Reykjanesbraut (41) að tengingu við Suðurfell;

Fossvogsbraut frá Hringbraut við Sóleyjargötu, sunnan Öskjuhlíðar um Fossvogsdal að Reykjanesbraut;

Stekkjarbakki frá Reykjanesbraut (4l) að Höfðabakka, Höfðabakki frá Stekkjarbakka að Stórhöfða;

Gullinbrú frá Stórhöfða að Gufunesvegi og Gufunesvegur frá Gullinbrú að athafnasvæði Áburðarverksmiðju ríkisins;

Bæjarháls frá Höfðabakka að Tunguhálsi;

Bústaðavegur frá Reykjanesbraut (41) um Öskjuhlíð að Miklatorgi; Sóleyjargata, Fríkirkjuvegur, Lækjargata, Kalkofnsvegur; Tryggvagata og Mýrargata frá Kalkofnsvegi að Ánanaustum.

Seltjarnarnes:

Norðurströnd og Suðurströnd frá bæjarmörkum á Eiðsgranda hringinn í kringum byggðina að enda við Eiðsgranda.

Mosfellsbær:

Hafravatnsvegur (431) frá Vesturlandsvegi ( 1 ) um Þverholt að Álfatanga.

Akranes:

Akranesvegur (51) frá Esjubraut um Kalmannsbraut, Kirkjubraut, Akratorg og Akursbraut að Faxabraut, og Faxabraut frá Akursbraut að Ferjubryggju. Akrafjallsvegur (5()3) frá tengingu að Höfc3a um Innnesveg og Esjubraut að Akranesvegi (51).

Borgarnes:

Vesturlandsvegur ( 1 ) frá Borgarnesbraut (531 ) um Borgarbraut að Hrafnakletti. Borgarnesbraut (531) frá Vesturlandsvegi (1) um Borgarbraut og Brákarbraut að höfn í Brá karey.

Hellissandur og Rif:

Höskuldsbraut frá Útnesvegi (574) að Skólabraut, Keflavíkurgata frá Útnesvegi (574) að enda hennar við Höskuldsá, Gata frá Útnesvegi (574) að Rifshöfn.

Ólafsvík:

Ólafsvíkurvegur (54) frá tengingu við Innra-Klif um Ólafsbraut og Ennisbraut vestur fyrir byggð. Ennfremur álma "Norðurtangi" frá Ólafsbraut að efri enda Norðurgarðsbryggju.

Grundarfjörður:

Snæfellsnesvegur (57) frá því á móts við innri hafnargarð um Grundargötu að ytri mörkum lóðar Grundargötu 98. Ennfremur álma um Hrannarstíg frá Grundargötu að höfn.

Stykkishólmur:

Stykkishólmsvegur (56) frá Búðanesvegi, um Aðalgötu og Hafnargötu að höfn.

Búðardalur:

Vestfjarðavegur (69) frá Brekkuhvammi um Vesturbraut að Sunnubraut. Álma frá Vestfjarðavegi (60) um Miðbraut að bryggju.

Patreksfjörður:

Barðastrandarvegur (62) frá Bíldudalsvegi (63). um Strandgötu og Þórsgötu að hafnarbakka í Patrekshöfn.

Tálknafjörður:

Tálknafjarðarvegur (617) frá innstu húsum í þéttbýli um Strandveg að brú á Hólsá.

Bíldudalur:

Ketildalavegur (619) frá vegamótum Bíldudalsvegar (63) við Litlu-Eyri, um Dalbraut og Tjarnarbraut að Lönguhlíð. Álma frá Ketildalavegi (619) um Hafnarteig að bryggju.

Þingeyri:

Vestfjarðavegur (60) frá Svalvogavegi (622) að tengingu 500 m. innan gatnamótanna. Svalvogavegur (622) frá vegamótum Vestfjarðavegar (60) um Fjarðargötu og Aðalstræti að byggðarenda við Svalvogaveg (622) með álmu um Hafnargötu að ytri hafnargarði.

Flateyri:

Flateyrarvegur (64) frá Tjarnargötu um Hafnarstræti að bryggju.

Suðureyri:

Súgandafjarðarvegur (65) frá götu að íþróttavelli um Túngötu og Aðalgötu ásamt lykkju um Eyrargötu, út á móts við tengingu að iðnaðarhúsnæði á Stekkjarnesi.

Bolungarvík:

Djúpvegur (61) frá Grundakambi um Þuríðarbraut, Aðalstræti og Hafnargötu að brimbrjót.

Ísafjörður:

Djúpvegur (61) frá Miðtúni um Skutulsfjarðarbraut, Sólgötu, Hrannargötu og Fjarðarstræti að húsinu nr. 13 við Hnífsdalsveg, ásamt álmu frá Skutulsfjarðarbraut um Pollagötu að höfn. Í Hnífsdalsbyggð Djúpvegur (61) frá Dalbraut um Strandgötu að Heimabæjarstíg.

Súðavík:

Djúpvegur (61) frá heimreið að Eyrardal um Aðalgötu að gatnamótum Höfðabrekku ásamt álmu um Hafnargötu frá Aðalgötu að höfn.

Hólmavík:

Hólmavíkurvegur (68) frá Höfðatúni um Hafnarbraut og Höfðagötu að verslunarhúsi Kaupfélags Steingrímsfjarðar.

Hvammstangi:

Hvammstangavegur (72) frá gatnamótum Veigastígs um Hvammstangabraut og Norðurbraut að Hvammavegi. Klapparstígur. Strandgata og Srniðjugata frá Hvammstangabraut að nyrðri hafnargarði.

Blönduós:

Norðurlandsvegur ( 1 ) frá Blöndubrú að Efstubraut. Húnabraut frá Norðurlandsvegi ( 1 ) að Hafnarbraut og Hafnarbraut að bryggju. Hnjúkabyggð frá Norðurlandsvegi ( 1 ) að Aðalgötu.

Skagaströnd:

Skagastrandarvegur (74) frá Vetrarbraut um Fellsbraut að Oddabraut. Oddabraut frá Fellsbraut að Strandgötu. Strandgata. Einbúastígur og gata að hafnarsvæði að syðra horni Síldarverksmiðju ríkisins.

Sauðárkrókur:

Skagavegur (745) frá vegamótum á móts við frystihús um Eyrarveg. Aðalgötu og Skagfirðingabraut að vegamótum við Sauðárkróksbraut (75) að Áshildarholtshæð.

Hofsós:

Hofsósbraut (77) frá verkstæðishúsi Pardus um Suðurbraut að Skólagötu og um Skólagötu að Lindargötu. Álma frá Skólagötu um Norðurbraut og að Hafnarbraut að nyrðri (vestari) hafnargarði.

Siglufjörður:

Siglufjarðarvegur (76) frá Hólavegi um Hvanneyrarbraut, Túngötu, Gránugötu og Tjarnargötu (frá Gránugötu) að höfn. Flugvallarvegur (792) um Snorragötu að Norðurtúni. B 33

Ólafsfjörður:

Ólafsfjarðarvegur (82) frá ristarhliði við suðurenda Aðalgötu um hana að Ægisgötu og um Ægisgötu að Hornbrekku. Garðsvegur (802) frá Ægisgötu um Aðalgötu að ristarhliði við Ólafsfjarðará.

Dalvík:

Ólafsfjarðarvegur (82) frá gatnamótum sunnan barnaskóla um Skíðabraut að Hafnarbraut, Hafnarbraut frá Skíðabraut að Karlsrauðatorgi, Gunnarsbraut frá Karlsrauðatorgi að brú á Brimnesá og Karlsrauðatorg frá Hafnarbraut að bryggju.

Hrísey:

Hafnargata frá Höfn að Norðurvegi. Norðurvegur frá Hafnargötu að Lambhagavegi. Austurvegur frá Norðurvegi að samkomuhúsi.

Akureyri:

Norðurlandsvegur ( 1 ) frá Hlíðarbraut um Hörgárbraut, Glerárgötu og Drottningarbraut að Aðalstræti við Höpfnersbryggju.

Grenivík:

Grenivíkurvegur (83) frá Lækjarvöllum um Miðgarða að Ægissíðu og um Ægissíðu frá Miðgörðum að vegamótum við Sunnuhvol. Tenging frá vegamótum við Sunnuhvol, að bryggju við frystihús.

Húsavík:

Norðausturvegur (85) frá Kringlumýri um Stangarbakka og Héðinsbraut að Baldursbrekku. Naustagilsvegur frá Héðinsbraut að hafnarsvæði við Norðurgarð.

Reykjahlíð:

Hlíðarvegur frá Kísilvegi (87) að Múlavegi.

Raufarhöfn:

Norðausturvegur (85) gegnum kauptúnið og álma að höfn, þ.e. Aðalbraut frá Höfðabraut að Bæjarási og Hafnarbraut frá Aðalbraut að bryggju.

Þórshöfn:

Langanesvegur (869) í gegnum kauptúnið ásamt álmu að höfn, þ.e. Fjarðarvegur frá Norðausturvegi (85) að Langanesvegi. Langanesvegur frá Fjarðarvegi að hreppamörkum við olíustöð og Hafnarvegur frá Langanesvegi að bryggju.

Vopnafjörður:

Norðausturvegur (85) frá Steinholti um Hamrahlíð að Holtsgötu og um Holtsgötu og Kolbeinsgötu frá Holtsgötu og suður fyrir hús nr. 64. Álma að höfn frá Holtsgötu um Kolbeinsgötu að Hafnarbyggð og Hafnarbyggð að nýja hafnargarði.

Fellabær:

Austurlandsvegur ( 1 ) frá Upphéraðsvegi (931 ) að Lagarbraut. Upphéraðsvegur (931 ) frá Austurlandsvegi (1) að Ullartanga.

Egilsstaðir:

Norðfjarðarvegur (92) frá Austurlandsvegi (I) um Fagradalsbraut að Miðási. Tjarnarbraut frá Norðfjarðarvegi (92) að Árskógum. Árskógar frá Tjarnarbraut að Skógarlöndum og Skógarlönd frá Árskógum að Tjarnarbraut. Kaupvangur frá Norðfjarðarvegi (92) að mjólkurstöð.

Seyðisfjörður:

Seyðisfjarðarvegur (93) frá kirkjugarði um Vesturveg að Vestdalseyrarvegi (951 ). Vestdalseyrarvegur (951) um Ránargötu að tengingu að verksmiðju Ísbjarnarins við Nautabás. Fjarðargata að höfn. Hánefsstaðavegur frá Vestdalseyrarvegi (951) um Austurveg, Hafnargötu og Strandveg að Flísarhúslæk utan og ofan Norðursíldar.

Neskaupstaður:

Norðfjarðarvegur (92) frá Flugvallarvegi (955) um Strandgötu, Hafnarbraut, Egilsbraut og Nesgötu að gatnamótum Eyrargötu.

Eskifjörður:

Norðfjarðarvegur (92) frá Dalbraut um Strandgötu að Botnabraut og um Botnabraut að gatnamótum við Hátún. Helgustaðavegur (954) um Strandgötu frá Botnabraut út fyrir ystu hús í samfelldri byggð.

Reyðarfjörður:

Norðfjarðarvegur (92) frá Stekkjarbrekku um Búðareyri og Austurveg að læk við Neðri Bakka. Lykkja frá Norðfjarðarvegi (92) að höfn um Búðargötu. Ægisgötu og Hafnargötu. Fáskrúðsfjörður: Suðurfjarðavegur (96) frá Skólavegi um Búðaveg að Hafnargötu, Hafnargata og Búðavegur frá Hafnargötu að Búðalæk.

Stöðvarfjörður:

Suðurfjarðavegur (96) frá gatnamótum við Grenimel um Fjarðarbraut að húsinu nr. l . við Fjarðarbraut (Seli). Álma frá Suðurfjarðavegi (96) um Bankastræti að höfn.

Breiðdalsvík:

Breiðdalsvíkurvegur (97) frá gatnamótum við Kolluhraun um Ásveg, Sólvelli og Seln es að hafnargarði. Flugvallarvegur (961) frá Ásvegi um Sæberg að húsinu nr. 8 við Sæberg.

Djúpivogur:

Djúpavogsvegur (98) frá efstu þvergötu að höfn. Flugvallarvegur (966) frá Djúpavogsvegi (98) um Hammersminni að beygju frá byggð.

Höfn í Hornafirði:

Hafnarvegur (99) frá Vesturbraut að Víkurbraut og um Víkurbraut og Álaugareyjaveg að höfn. Álma frá Hafnarvegi um Víkurbraut að hóteli.

2. gr.

Um framkvæmd við lagningu og viðhald þjóðvega samkvæmt 1. gr., svo og greiðslu kostnaðar, skal farið samkvæmt 2.-9. gr. reglugerðar um ríkisframlag þjóðvega í kaupstöðum og kauptúnum nr. 257/1964.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt vegalögum nr. 6, 27. mars 1977, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um sama efni nr. 260, 12. maí 1986.

Samgönguráðuneytið, 19. apríl 1989.

Steingrímur J. Sigfússon.

Ólafur S. Valdimarsson

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.