Samgönguráðuneyti

71/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 344/1990 um skírteini gefin út af Flugmálastjórn. - Brottfallin

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 344/1990 um skírteini gefin út af Flugmálastjórn.

1. gr.

Greinar 2.4.1.2.t, 2.5.1.2.z, 2.8.1.2.t og 2.9.1.2.y, falli brott.

2. gr.

Grein 7.2.10. orðist svo:

Flugmálastjórn fær viðurkenndum skólum stjórn bóklegs atvinnuflugnáms og hefur eftirlit með framkvæmd þess. Námið skal stundað samkvæmt kennsluáætlun staðfestri af Flumálastjórn. Rétt til bóklegs atvinnuflugnáms hefur hver sá, sem náð hefur 17 ára aldri, lokið bóklegu og verklegu einkaflunámi og er handhafi einkaflugmannsskírteinis. Flugskóli sá sem hið bóklega nám annast, skal áður en nám hefst, sannreyna að umsækjandi hafi nægilega kunnáttu í ensku, stærðfræði og eðlisfræði til þessa að geta skilið það námsefni sem kennt er.

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt lögum nr. 34/1964 um loftferðir tekur þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 3. janúar 1996.
Halldór Blöndal.
Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica