Samgönguráðuneyti

280/1972

Reglugerð um breytingu á hafnarreglugerð fyrir Siglufjarðarkaupstað, nr. 111 10. ágúst 1956, sbr, reglugerð 10. maí 1971. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á hafnarreglugerð fyrir Siglufjarðarkaupstað,

nr. 111 10. ágúst 1956, sbr, reglugerð 10. maí 1971.

 

1. gr.

VII. kafli reglugerðarinnar orðist þannig:

22. gr.

Um gjöld til hafnarinnar.

Öll skip skulu greiða hafnargjöld til hafnarsjóðs, er þau koma inn fyrir tak­mörk hafnarinnar.

Öll gjöld til hafnarinnar greiðast af brúttóstærð skipanna eins og hún er mest, meðan skipið hefur viðdvöl í höfninni. Undanþegin lestagjaldi og bryggjugjaldi eru herskip, skemmtiferðaskip, íslenzk vitaskip og varðskip.

 

2. gr.

22. grein, sem verður 23. grein orðist þannig:

 

Lestagjöld.

a. Öll farmskip, önnur en strandferðaskip, og öll fiskiskip, stærri en eða jafnt og 400 brúttórúmlestir skulu greiða lestagjald, kr. 3.00 á brúttórúmlest.

b. Strandferðaskip greiða kr. 1.50 á brúttórúmlest.

c. Fiskiskip undir 400 brúttórúmlestum greiða kr. 3.00 á brúttórúmlest, þó ekki oftar en tvisvar í mánuði.

d. Heimabátar, minni en 10 brúttórúmlestir, greiða lesta- og bryggjugjald einu sinni á ári, kr. 200.00 af hverri brúttórúmlest. Lágmarksgjald skal vera kr. 1000.00. Gjalddagi er 1. apríl, eftir að skipið hefur verið gert út frá höfninni í 3 mánuði.

 

3. gr.

23. grein, sem verður 24. grein, orðist þannig:

Ef flutningaskip liggur lengur en 14 daga, skal það greiða lestagjald að nýju fyrir hverja 14 daga eða brot úr þeim. Þó skulu flutningaskip, sem bíða eftir síldar­farmi, og búsettur maður, eða maður, sem á síldarstöð í kaupstaðnum, hefur á leigu eða á, ekki greiða gjaldið fyrr en eftir 30 daga.

 

4. gr.

24. grein reglugerðarinnar um ljósagjald fellur niður, og breytist röð eftirfar­andi greina í samræmi við það.

 

5. gr.

25. grein reglugerðarinnar fellur niður, og breytist röð eftirfarandi greina í sam­ræmi við það.

 

6. gr.

27. grein, sem verður 26. grein, orðist þannig:

 

VIII. KAFLI

Bryggjugjöld.

Öll skip, sem leggjast við bryggju eða hafnarbakka, skulu greiða kr. 1.50 á, brúttórúmlest fyrir hvern sólarhring eða hluta úr sólarhring, sem skipið liggur bundið.

Fiskiskip, 10-,899 brúttórúmlestir, greiða gjald þetta eigi oftar en 10 sinnum á mánuði, en bátar minni en 10 brúttórúmlestir, greiði ekkert bryggjugjald.

Heimilt er að taka lesta- og bryggjugjald af fiskiskipum, minni en 400 brúttó­rúmlestir, sem áragjald í heimahöfn, kr. 162.00 af hverri brúttórúmlest.

 

7. gr.

Síðasta setning 31. greinar, sem verður 30. grein, fellur niður.

 

8. gr.

33. grein, sem verður 32. grein, orðist þannig:

 

IX. KAFLI

Vörugjöld.

1. fl.: Gjald kr. 70.00/tonn:

a. Vara flutt í lausu máli í miklu magni, meira en 100 tonn í farmi, t. d. benzín, brennsluolíur, kol, korn, salt, vikur.

b. Þungavarningur, sekkjavörur, óunnið járn og stál til iðnaðar eða mannvirkja­gerðar, hráefni til iðnaðar, útgerðarvörur, smurningsolíur, sjávarafurðir, land­búnaðarafurðir og iðnaðarvörur til útflutnings.

 

2. fl.: Gjald kr. 160.00/tonn:

Iðnaðar- og byggingarvörur, unnar og hálfunnar, pökkuð og niðursoðin mat­væli, ávextir, vefnarvörur, fatnaður.

 

3. fl: Gjald kr. 400.00/tonn:

a. Vélar og tæki hvers konar og varahlutar til þeirra, heimilisvélar og skrifstofu­vélar, bifreiðar, bifhjól, reiðhjól, hjólbarðar, bátar, flugvélar, hreyflar, mælitæki, húsgögn. útvarps- og sjónvarpsæki; hljóðfæri, úr, klukkur, myndavélar, sjón­aukar, glysvarningur alls konar, vín, tóbak, ilmvötn, snyrtivörur.

Af flutningi vinnutækja innanlands, skal veita allt að 50% afslátt.

b. Vörur, sem ekki verða flokkaðar annars staðar eftir þyngd.

 

4. fl.: Gjald kr. 40.00/rúmmeter:

Timbur og annað eftir rúmmáli.

 

5. fl: Gjald 1%:

Sjávarafli, lagður á land á hafnarsvæðinu, til vinnslu eða brottflutnings. Gjaldið reiknast af heildarverðmæti aflans. Kaupanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um keyptan afla mánaðarlega t. d. afrit af aflaskýrslu til Fiskifélags Ís­lands. Aflagjald fellur á gjalddaga, um leið og afla er landað. Kaupandi aflans inn­heimtir gjaldið hjá seljanda og er ábyrgur fyrir því til hafnarsjóðs, þótt hans van­ræki innheimtu þess. Standa ber skil á greiðslu aflagjalds eigi sjaldnar en mánaðar­lega.

Lágmarksgjald í öllum flokkum er kr. 20.00.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt hafnalögum, nr. 48 29. apríl 1967, stað­festist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

 

Samgönguráðuneytið, 13. október 1972.

 

Hannibal Valdimarsson.

Kristinn Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica