Samgönguráðuneyti

19/1995

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skírteini gefin út af Flugmálastjórn, nr. 344/1990. - Brottfallin

Reglugerð

um breytingu á reglugerð um skírteini gefin út af Flugmálastjórn, nr. 344/1990.

1. gr.

Síðasti málsliður í grein 2.4.2.1. orðist svo:

Ef hann flytur farþega skal hann hafa framkvæmt minnst 3 flugtök og 3 lendingar eða hafa staðist hæfnipróf (PFT) innan síðustu 90 daga í flugvél af sömu tegund eða sama flokki.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um loftferðir nr. 34/1964 með síðari breytingum, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Samgönguráðuneytið, 4. janúar 1995.

Halldór Blöndal.


Halldór S. Kristjánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica