Samgönguráðuneyti

304/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skírteini gefin út af Flugmálastjórn, nr. 344/1990 með síðari breytingum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um skírteini gefin út af Flugmálastjórn,

nr. 344/1990 með síðari breytingum.

1. gr.

                Kafli 7.2 orðast svo:

7.2          Almenn ákvæði um próf.

7.2.4        Til að standast skrifleg og verkleg próf skal umsækjandi hljóta a.m.k. 75 stig í hverjum þeim hluta prófsins sem sjálfstæð einkunn er gefin fyrir (miðað við hæst 100 stig).

7.2.5        Ef meira en helmingur þeirra einkunna sem umsækjandi um atvinnuflugmannsskírteini og/eða blindflugsáritun hlýtur í bóklegu prófi í heild er undir lágmarki telst árangur hans ófullnægjandi í öllum hlutum prófsins. Ef helmingur einkunna er yfir lágmarki telst hann tímabundið hafa náð bóklega prófinu að hluta og á rétt á að endurtaka þau próf sem hann náði ekki lágmarkseinkunn í. Hann á rétt á að endurtaka í annað sinn próf í þeim hlutum sem hann náði ekki lágmarkseinkunn í við endurtöku prófs. Ef hann nær þá ekki lágmarkseinkunn í einhverjum hlutum telst árangur hans í bóklegum prófum ófullnægjandi í heild.

                Hafi umsækjandi staðist bóklega prófið að hluta ber honum að ljúka þeim prófum sem árangur var ekki fullnægjandi í innan 12 mánaða frá því að hann tók fyrsta prófið annars telst árangur ófullnægjandi í bóklega prófinu í heild.

                Um bókleg próf fyrir atvinnuflugmannsskírteini 1. fl. gildir það sem að ofan greinir nema 18 mánuðir mega líða frá því að fyrsta próf var þreytt þar til öllum hlutum bóklega prófsins er lokið.

                Fyrir atvinnuflugmannsskírteini og blindflugsáritun má ekki líða lengri tími en 36 mánuðir frá því að fyrsta bóklega próf var tekið þar til öllum skilyrðum fyrir útgáfu skírteinis eða áritunar er fullnægt.

                Bókleg próf fyrir atvinnuflugmannsskírteini 1. flokks eru í gildi meðan blindflugsáritun er í gildi og í 7 ár eftir að hún fellur úr gildi.

7.2.6        Umsækjandi um önnur skírteini, þ.m.t. einkaflugmannsskírteini, skal hafa lokið öllum bóklegum prófum með fullnægjandi árangri innan við 12 mánuðum frá því hann tók fyrsta prófið. Nái hann ekki lágmarkseinkunn í einhverjum hluta bóklega prófsins á hann rétt á að endurtaka þann hluta u.þ.b. 6 vikum eftir að hann tók prófið.

                Ekki má líða lengri tími en 24 mánuðir frá því bóklega prófinu er lokið þar til öllum skilyrðum fyrir útgáfu skírteinisins er fullnægt.

2. gr.

                Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um loftferðir nr. 34/1964 með síðari breytingum, staðfestist hér með til að öðlast gildi 1. júlí 1998 og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Samgönguráðuneytinu, 11. maí 1998.

Halldór Blöndal.

Halldór S. Kristjánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica