Samgönguráðuneyti

143/1984

Reglugerð um skráningu á afli aðalvéla íslenskra skipa - Brottfallin

REGLUGERÐ

um skráningu á afli aðalvéla íslenskra skipa.

1,gr.

Siglingamálastofnun ríkisins skráir afl aðalvéla skipa.

2. gr.

Þegar skráð er afl véla, skal skrá það í kw. og miða við mesta stöðugt álag, sem framleiðandi gefur upp fyrir umrædda vélargerð og árgerð. Ef fyrir hendi er reynslukeyrsla á vélinni með ákveðnum tilgreindum búnaði, sem gefur annað afl, en að framan greinir, þá getur Siglingamálastofnun ríkisins ákveðið að afl vélarinnar skuli skráð í samræmi við þær niðurstöður. Aflið skal mælt samkvæmt ISO staðli 3046.

Breyting á afli vélar með takmörkun olíugjafar hefur ekki áhrif á skráningu vélarafls.

3. gr.

Skipseigandi, sem óskar eftir skráningu á afli vélar, skal leggja fram þau gögn, sem Siglingamálastofnun ríkisins fer fram á.

4. gr.

Skráðu vélarafli verður ekki breytt, nema gerðar séu breytingar á þeim búnaði, sem á vélinni er, og áhrif hafa á afl vélarinnar.

5. gr.

Á skilti á aðalvél skipa skal tilgreint skráð afl aðalvélarinnar.

6. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 52/1970 staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Samgönguráðuneytið, 24. febrúar 1984.

Matthías Bjarnason.

Kristinn Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica