Samgönguráðuneyti

800/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð um viðurkenningu notendabúnaðar á grundvelli sameiginlegra tæknilegra reglugerða á Evrópska efnahagssvæðinu nr.589/1994. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um viðurkenningu notendabúnaðar

á grundvelli sameiginlegra tæknilegra reglugerða

á Evrópska efnahagssvæðinu nr. 589/1994.

1. gr.

1.-8. og 12. töluliðir í X. viðauka skulu orðast á eftirfarandi hátt:

1)             CTR 5, 2. útgáfa: GSM tenging (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 97/526/EB) um notendabúnað, sem á að tengja við almenna stafræna GSM farsímakerfið og tekur til almennra krafna um tengingu á notendabúnaði í 1. fasa GSM farsímakerfisins.

                Samhæfði staðallinn er:

                Kröfur um tengingu fyrir farstöðvar í GSM - aðgangur

                TBR 5 / 2. útgáfa - október 1995 (að formála undanskildum)

                Notendabúnað, sem samþykktur hefur verið á grundvelli fyrri útgáfu staðalsins, þ.e. TBR5 - nóvember 1993, sbr. ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 94/11/EB, má setja á markað og taka í notkun að því tilskyldu að slíkt samþykki hafi verið veitt fyrir 7. ágúst 1998.

                Ákvörðun nr. 94/11/EB hefur fallið úr gildi.

2)             CTR 9, 2. útgáfa: GSM talsímanotkun (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 97/527/ EB) um notendabúnað, sem á að tengja við almenna stafræna GSM farsímakerfið og tekur til krafna um talgæði í notendabúnaði í 1. fasa GSM farsímakerfisins.

                Samhæfði staðallinn er:

                Kröfur um tengingu fyrir farstöðvar í GSM - talsímanotkun

                TBR 9 / 2. útgáfa - október 1995 (að formála undanskildum)

                Notendabúnað, sem samþykktur hefur verið á grundvelli fyrri útgáfu staðalsins, þ.e. TBR9 - nóvember 1993, sbr. ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 94/12/EB, má setja á markað og taka í notkun að því tilskyldu að slíkt samþykki hafi verið veitt fyrir 7. ágúst 1998.

                Ákvörðun nr. 94/12/EB hefur fallið úr gildi.

3)             CTR 12, ONP, 2084 Kbit/s, óskipulegar (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 97/520/EB) um kröfur, sem gera skal við tengingu notendabúnaðar samkvæmt ONP skilmálum við óskipulegar leigulínur í almenna símakerfinu, sem vinna á 2048 Kbit/s hraða.

                Samhæfði staðallinn er:

                TBR 12 - desember 1993, eins og breyttur með TBR012/A1 - janúar 1996

                (að formála undanskildum)

                Notendabúnað, sem samþykktur hefur verið á grundvelli fyrri útgáfu staðalsins, þ.e. TBR12 - desember 1993, sbr. ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr 94/470/EB, má setja á markað og taka í notkun að því tilskyldu að slíkt samþykki hafi verið veitt fyrir 9. júlí 1998.

                Ákvörðun nr. 94/470/EB hefur fallið úr gildi.

4)             CTR 6, DECT tenging (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 97/523/EB) um almennar kröfur, sem gera skal við tengingu notendabúnaðar sem vinnur samkvæmt hinu stafræna, samevrópska, þráðlausa fjarskiptakerfi DECT á tíðnisviðinu 1880-1900 MHz.

                Samhæfði staðallinn er:

                TBR 6, 2. útgáfa - janúar 1997 (að formála undanskildum)

                Notendabúnað, sem samþykktur hefur verið á grundvelli fyrri útgáfu staðalsins, þ.e. TBR6 - desember 1993, sbr. ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 94/471/EB, má setja á markað og taka í notkun að því tilskyldu að slíkt samþykki hafi verið veitt fyrir 9. janúar 1998.

                Ákvörðun nr. 94/471/EB hefur fallið úr gildi.

5)             CTR 10, DECT talsímanotkun (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 97/524/EB) um kröfur, sem gera skal við notkun hins stafræna, samevrópska, þráðlausa fjarskiptakerfis DECT við talsímaþjónustu.

                Samhæfði staðallinn er:

                TBR 102, 2. útgáfa - janúar 1997 (að formála undanskildum)

                Notendabúnað, sem samþykktur hefur verið á grundvelli fyrri útgáfu staðalsins, þ.e. TBR10 - desember 1993, sbr. ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 94/472/EB, má setja á markað og taka í notkun að því tilskyldu að slíkt samþykki hafi verið veitt fyrir 9. janúar 1998.

                Ákvörðun nr. 94/472/EB hefur fallið úr gildi.

6)             CTR 4 - ISDN-stofntenging (ákvörðun framkvæmdastjórnar EB, nr. 97/347/EB) um notendabúnað, sem á að tengja með stofntengingu við almenna ISDN samnetið við T-viðmiðunartengipunkt eða samliggjandi S- og T-viðmiðunartengipunkt.

                Samhæfði staðallinn er:

                TBR 4 - nóvember 1995 (að formála undanskildum)

                Notendabúnað, sem samþykktur hefur verið á grundvelli fyrri útgáfu staðalsins, þ.e. NET 5, sbr. ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 94/796/EB, má setja á markað og taka í notkun að því tilskyldu að slíkt samþykki hafi verið veitt fyrir 20. maí 1998.

Ákvörðun nr. 94/796/EB hefur fallið úr gildi.

7)             CTR 3 - ISDN-grunntenging (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 97/346/EB) um notendabúnað, sem á að tengja með grunntengingu við almenna ISDN samnetið við T-viðmiðunartengipunkt eða samliggjandi S- og T-viðmiðunartengipunkt.

                Samhæfði staðallinn er:

                TBR 3 - nóvember 1995 (að formála undanskildum)

                Notendabúnað, sem samþykktur hefur verið á grundvelli fyrri útgáfu staðalsins, þ.e. NET 3, sbr. ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 94/797/EB, má setja á markað og taka í notkun að því tilskyldu að slíkt samþykki hafi verið veitt fyrir 20. maí 1998.

                Ákvörðun nr. 94/797/EB hefur fallið úr gildi.

8)             CTR 14 - ONP 64 kbit/s (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 97/522/EB) um notendabúnað, sem á að tengja við nettengipunktinn fyrir stafrænar, óskipulegar leigulínur með 64 kbit/s flutningsgetu í almenna fjarskiptanetinu.

                Samhæfði staðallinn er:

                TBR 14 - apríl 1994, eins og breytt með TBR014/A1 - janúar 1996

                (að formála undanskildum)

                Notendabúnað, sem samþykktur hefur verið á grundvelli fyrri útgáfu staðalsins, þ.e. TBR 14 - apríl 1994, sbr. ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB, nr. 94/821, má setja á markað og taka í notkun að því tilskyldu að slíkt samþykki hafi verið veitt fyrir 9. júlí 1998.

                Ákvörðun nr. 94/821/EB hefur fallið úr gildi.

12)           CTR 2, 2. útgáfa: Almennt pakkaskipt gagnanet (PSPDN) - tenging (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 97/545/EB): um almennar kröfur um tengingu, sem gera skal til notendabúnaðar, sem tengist almennu, pakkaskiptu gagnaneti skv. CCITT tilmælum X.25 og sem notar skilfleti skv. CCITT tilmælum X.21 og X.21 bis.

                Samhæfði staðallinn er:

                TBR 2 - janúar 1997 (að formála undanskildum)

                Notendabúnað, sem samþykktur hefur verið á grundvelli eldri staðals, þ.e. NET 2 - önnur útgáfa 1994, sbr. ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 96/71/EB, má setja á markað og taka í notkun að því tilskyldu að slíkt samþykki hafi verið veitt fyrir 7. ágúst 1998.

                Ákvörðun nr. 96/71/EB hefur fallið úr gildi.

 

2. gr.

                Á eftir 12. tölulið í X. viðauka komi nýir töluliðir, sem orðist svo:

13)           CTR 20, GSM - 2. fasi, talsímanotkun (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 96/629/ EB) um notendabúnað, sem á að tengja við almenna stafræna GSM farsímakerfið og tekur til krafna um talgæði í notendabúnaði í 2. fasa GSM farsímakerfisins.

                Samhæfði staðallinn er:

                Kröfur um tengingu fyrir farstöðvar í GSM - talsímanotkun

                TBR 20 - október 1996

                (undanskilin eru formáli og allar kröfur nema þær, sem vísað er til í viðauka II í TBR 20)

                Notendabúnaður skv. GSM - 1. fasa, sbr tölulið 1) í viðauka þessum, má áfram setja á markað og taka í notkun, að því tilskyldu að hann hafi verið samþykktur af tilkynntum aðila fyrir 24. október 1998.

14)           CTR 19, GSM - 2. fasi, tenging (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 96/630/EB) um notendabúnað, sem á að tengja við almenna stafræna GSM farsímakerfið og tekur til almennra krafna um tengingu á notendabúnaði í 2. fasa GSM farsímakerfisins.

                Samhæfði staðallinn er:

                Kröfur um tengingu fyrir farstöðvar í GSM - tenging

                TBR 19 - október 1996

                (undanskilin eru formáli og allar kröfur nema þær, sem vísað er til í viðauka II í TBR 19)

                Notendabúnaður skv. GSM - 1. fasa, sbr. tölulið 1) í viðauka þessum, má áfram setja á markað og taka í notkun, að því tilskyldu að hann hafi verið samþykktur af tilkynntum aðila fyrir 24. október 1998.

15)           CTR 15: (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 97/486/EB): um almennar kröfur sem gera skal við tengingu notendabúnaðar við 2ja víra hliðrænar leigulínur skv. skilmálum um frjálsan aðgang að netum (ONP).

                Samhæfði staðallinn er:

                TBR 15 - janúar 1997 (að formála undanskildum)

16)           CTR 17: (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 97/487/EB): um almennar kröfur sem gera skal við tengingu notendabúnaðar við 4ra víra hliðrænar leigulínur skv. skilmálum um frjálsan aðgang að netum (ONP).

                Samhæfði staðallinn er:

                TBR 17 - janúar 1997 (að formála undanskildum)

17)           CTR 31, DCS 1800 tenging (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 97/528/EB), um almennar kröfur um tengingu á notendabúnaði, sem á að tengja við almenna stafræna farsímakerfið, sem vinnur á DCS 1800 tíðnisviðinu.

                Samhæfði staðallinn er:

                TBR 31 - janúar 1997

                (að formála undanskildum, en aðeins þær kröfur, sem vísað er til í viðauka II í staðlinum)

18)           CTR 32, DCS 1800 talsímanotkun (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 97/529/EB), um kröfur um talgæði í notendabúnaði, sem á að tengja við almenna stafræna farsímakerfið, sem vinnur á DCS 1800 tíðnisviðinu.

                Samhæfði staðallinn er:

                TBR 32 - janúar 1997

                (að formála undanskildum, en aðeins þær kröfur, sem vísað er til í viðauka II í staðlinum)

19)           CTR 1: (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 97/544/EB): um notendabúnað, sem tengja skal við almennt, rásaskipt gagnaflutningsnet og leigulínur með ONP skilmálum, sem nota skilfleti af gerð X.21 samkvæmt ITU-T tilmælum. Gagnaflutningshraði getur verið allt að 1.984 kbit/s.

                Samhæfði staðallinn er:

                TBR 1 - október 1995

20)           CTR 24: 34 Mbit/s leigulínur skv. ONP skilmálum (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 97/639/EB): um kröfur til notendabúnaðar sem tengja á við nettengipunktinn fyrir 34 368 kbit/s stafrænar óskipulegar leigulínur (D34U) eða 34 368 kbit/s stafrænar skipulegar leigulínur (D34S) með gagnaflutningshraða 33 920 kbit/s.

                Samhæfði staðallinn er:

                TBR 24 - júlí 1997 (að formála undanskildum)

21)           CTR 13: 2 Mbit/s leigulínur skv. ONP skilmálum (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 97/521/EB): um kröfur til notendabúnaðar sem tengja á við nettengipunktinn fyrir 2 048 kbit/s stafrænar skipulegar leigulínur. Ákvörðunin nær einnig til notendabúnaðar, sem ætlað er að tengjast leigulínum af ofangreindri gerð, þegar flutningsgetunni er skipt niður í eina eða fleiri 64 kbit/s rásir.

                Samhæfði staðallinn er:

                TBR 13 - janúar 1996 (að formála undanskildum)

22)           CTR 22: DECT, (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 97/525/EB): um notendabúnað fyrir Evrópska stafræna og þráðlausa fjarskiptakerfið (DECT), kröfur varðandi almenna tengingu (Generic Access Profile, GAP)

                Samhæfði staðallinn er:

                TBR 22 - janúar 1997 (að formála undanskildum)

                Notendabúnað, sem samþykktur hefur verið á grundvelli eldri staðals um DECT, þ.e. TBR11 - september 1994, sbr. ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 95/525/EB og tölulið 11) í viðauka þessum, má setja á markað og taka í notkun að því tilskyldu að slíkt samþykki hafi verið veitt fyrir 9. janúar 1998.

Ákvörðun nr. 95/525/EB hefur fallið úr gildi.

23)           CTR 25: 140 Mbit/s leigulínur skv. ONP skilmálum (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 97/751/EB): um kröfur til notendabúnaðar sem tengja á við nettengipunktinn fyrir 139 264 kbit/s stafrænar óskipulegar leigulínur (D140U) eða 139 264 kbit/s stafrænar skipulegar leigulínur (D140S) með gagnaflutningshraða 138 240 kbit/s.

                Samhæfði staðallinn er:

                TBR 25 - júlí 1997 (að formála undanskildum)

24)           CTR 21: PSTN tenging (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, nr. 98/482/EB): um almennar kröfur sem gera skal við tengingu notendabúnaðar við hliðræna almenna talsímakerfið, PSTN (Public Switched Telephone Network). Ákvörðunin nær þó ekki til búnaðar sem fellur undir lið g) í 5. gr. reglugerðar nr. 589/1994.

                Samhæfði staðallinn er:

                TBR 21 - janúar 1998 (að formála undanskildum)

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um fjarskipti nr. 143/1996 og með hliðsjón af ofangreindum ákvörðunum framkvæmdastjórnar EB, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 17. desember 1998.

Halldór Blöndal.

Einar Hannesson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica